944. fundur

944. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 10. ágúst 2017 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður og Sigurbjörg Jóhannesdóttir varamaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Afgreiðslur:

1.  Lögð fram fundargerð 286. fundar skipulags- og umhverfisráðs.   Fundargerð í 7 liðum.

1.  dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum
2.  dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum
3.  dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum
4.  dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum
5.  dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum

6.  dagskrárliður erindi nr. 1611037.  Deiliskipulag fyrir Kolugljúfur. Skipulagstillagan var auglýst frá 6. júní 2017 með athugasemdafresti til 18. júlí. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Sjónaukanum. Skipulagsögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Húnaþings vestra og á heimasíðu sveitarfélagsins. 

Umsagnir / athugasemdir bárust frá einum aðila. Útdráttur athugasemdar og svör er að finna í fundargerð Skipulags- og umhverfisráðs frá 3. ágúst síðastliðnum.  Gerð var lítilsháttar breyting á skipulagsgögnum til að uppfylla hönnunarreglur Vegagerðarinnar um fjarlægð bílastæða frá vegkanti.
Byggðarráð samþykkir með 3 atkvæðum deiliskipulagstillöguna þannig breytta og felur  skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar eins og 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 mælir fyrir um.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

2.  1701013, 1707014, 1707016, 1707024  Lagðar fram styrkumsóknir í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra.

Fjórar umsóknir bárust.  Vegna vanhæfis meirihluta fulltrúa í byggðarráði er úthlutun frestað og vísað til  afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.  Úthlutun styrkja úr Húnasjóði.  10 umsóknir bárust um styrk úr Húnasjóði, þarf af voru 9 sem uppfylla skilyrði til úthlutunar.

Byggðarráð samþykkir að veita eftirtöldum umsækjendum styrk  úr Húnasjóði árið 2017:
Bergþóra F. Einarsdóttir, nám  til M.ed prófs í  leikskólafræði.
Ellen Mörk Björnsdóttir, nám til M.ed  prófs í náms- og kennslufræði tungumála.
Freyja Ólafsdóttir, félagsliðanám
Guðrún Helga Marteinsdóttir, nám í hjúkrunarfræði
Jónína Lilja Pálmadóttir, nám til Bs prófs í reiðmennsku og reiðkennslu.
Liljana Milenkoska, nám í hjúkrunarfræði.
Ólöf Rún Skúladóttir, nám til Bsc. prófs í landafræði
Patrekur Örn Oddsson, nám til Ba prófs í sagnfræði
Sigrún Elísabeth Arnardóttir, nám til Ba prófs í sálfræði.
Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000

 Samþykkt að taka á dagskrá:

4.  Erindi skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra, þar sem lagt er til að skólinn leggi til námsgögn fyrir nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu.   Um er að ræða stílabækur, ritföng, reiknivélar ofl. Í haust verði því engir innkaupalistar, en foreldrar þurfa samt sem áður að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði ásamt ritföngum til afnota heima fyrir.  Byggðarráð samþykkir erindið.

5.  Byggðarráð þakkar þeim sem stóðu að hátíðinni  „ Eldur í Húnþingi“  fyrir gott starf og vel heppnaða hátíð.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:24

Var efnið á síðunni hjálplegt?