938. fundur

938. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 3. apríl 2017 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður og  Elín R. Líndal, aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Afgreiðslur:

  1. Rekstrarstjóri kemur til fundar

Farið yfir helstu verkefni sem unnið er að og framundan eru skv. fjárhagsáætlun 2017 s.s. framkvæmdir við hitaveitu,  hönnun á vatnsveitu á Laugarbakka,   vinna við fráveitu, urðunarsvæði, viðhald eigna ofl

2. Borðeyri - skólahald.   

Fyrir fundinum liggur minnisblað um skólahald Grunnskóla Húnaþings vestra á Borðeyri. 

Þann 26. nóvember 2015 ákvað sveitarstjórn á 262. fundi sínum að lágmarksfjöldi barna í starfsstöð Grunnskóla Húnaþings vestra á Borðeyri væri sex.  Þann 6. júní 2016 samþykkti byggðarráð að veita undanþágu frá viðmiði sveitarstjórnar um lágmarksfjölda nemenda og hafa óbreytt fyrirkomulag skólahalds á Borðeyri skólaárið 2016-2017. Var sú ákvörðun tekin á grundvelli þess að þá lá fyrir að skólaárið 2017-2018 uppfyllti reglur um nemendafjölda.  Nú liggur fyrir að breyting hefur orðið á og yrðu þrjú börn í grunnskólanum á Borðeyri skólaárið 2017-2018, þarf af eitt úr fyrrum Bæjarhreppi, og  eitt  barn skólaárið 2018-2019.  

Eindreginn vilji byggðarráðs og sveitarstjórnar hefur verið til þess að halda úti skólastarfi á Borðeyri eins lengi og þess er nokkur kostur og hafa bókanir frá því í nóvember 2015 og júní 2016 borið þess glöggt merki. Með fækkun nemenda umfram það sem áætlað var þegar ákvörðun um lágmarksfjölda nemenda var tekin er hins vegar komin upp breytt staða ef horft er til m.a. félagslegra og faglegra sjónarmiða.  Því leggur byggðarráð til við sveitarstjórn í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar frá 26. nóvember 2015 að leggja niður skólahald á Borðeyri að yfirstandandi skólaári liðnu og að þeim starfsmönnum sem nú starfa við starfsstöðina á Borðeyri verði boðið sambærilegt starf við starfsstöðina á Hvammstanga. Þar með fer allt skólastarf í Húnaþingi vestra fram á Hvammstanga. Í samræmi við fyrrnefnda bókun sveitarstjórnar frá því í nóvember 2015, mun starfsemi leikskólans Ásgarðs á sama tíma leggjast af á Borðeyri.  Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að kynna málið fyrir starfsfólki og foreldrum.

Byggðarráð vísar erindinu til umsagnar fræðsluráðs.

3.  1703057  Lagt fram bréf Markaðsstofu Norðurlands  dags. 29. mars sl. þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300 á íbúa á ári árin 2018-2019.  Samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2018.    

4.  1703056  Lögð fram til kynningar fundargerð 848. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. mars sl

5.  1703050  Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Víðidalsár, sem haldinn verður í Félagsheimilinu Víðihlíð 10. apríl nk. kl. 20:00. Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og oddviti til vara.

6.  1703053  Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Miðfirðinga sem haldinn verður í Laxahvammi 10. apríl nk. kl 20:30.  Samþykkt að oddviti verði fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og sveitarstjóri  til vara.

7.  1703055  Lagt fram til kynningar fundarboð ársfundar Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit 3. maí nk. og hefst kl. 13:00

8.  1703059  Lagt fram erindi frá undirbúningshópi „Vestfirska vorsins“ þar sem sveitarfélaginu er boðið að senda fulltrúa á málþing um byggðaþróun sem haldið verður á Flateyri 5. -6. maí nk.

9.  1703058  Lagt fram bréf til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um afgreiðslu tekjuaukaframlags sveitarfélaga vegna laga nr. 139/2013.

Í bréfinu er skorað á innanríkisráðherra og ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að taka sem fyrst ákvörðun um að sá tekjuauki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem rekja má til áhrifa laga nr. 139/2013 um tekjuaðgerðir ríkissjóðs, verði greiddur til sveitarfélaga samkvæmt gildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og reglum Jöfnunarsjóðs þar um. Bréfið undirrita sveitarstjórar Borgarbyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Blönduóssbæjar, Húnaþings vestra, Rangárþings eystra, Dalabyggðar, Hveragerðisbæjar, Vesturbyggðar, Árborgar, Stykkishólmsbæjar og Grundafjarðarbæjar.

Einnig lögð fram bréf frá Sókn lögmannsstofu og uppkast að bréfi til Jöfnunarsjóðs varðandi málið. Byggðarráð samþykkir að undirbúa málsókn í samstarfi við ofangreind sveitarfélög og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu á þeim grundvelli sem fyrir liggur.

Samþykkt að taka á dagskrá

10. Lögð fram til kynningar umsögn Húnaþings vestra til Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum (afnám lágmarksútsvars), þingskjal 179, mál 120.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:25

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?