935. fundur

935. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 13. febrúar 2017 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1. Rekstrarstjóri kemur til fundar
Farið yfir helstu verkefni sem unnið er að og framundan eru s.s. vinnu við lagningu hitaveitu í Miðfirði og Víðidal og ljósleiðara í dreifbýli, endurnýjun hitaveitu á Laugarbakka, skiptingu í orkuígildismæla, viðhald og breytingar í grunnskóla o.fl.

2. 1701046 Náttúrustofa Norðurlands. 
Lagt fram samkomulag um samstarf milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps, Húnaþings vestra og Sveitarfélagsins Skagastrandar um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Samkomulagið gildir til þriggja ára frá undirritun. Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun hans.

3. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
a. 1702009 391. fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands dags. 23. janúar sl.
b. 1702008 846. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 27. janúar sl.
c. 1702010 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra dags. 10. jan. sl.
d. 1702019 Fundargerð stjórnar SSNV frá 6. febrúar sl.

4. 1612017 Svar Húnaþings vestra við erindi frá Innanríkisráðuneytinu
vegna stjórnsýslukæru Rakelar Jönu Arnfjörð um synjun húsaleigubóta tímabilið 15. ágúst til 31. desember 2015. Lagt fram til kynningar

5. 1702020 Undanþágur verkfallsheimilda 2017. 
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra þar sem óskað er staðfestingar byggðarráðs á drögum að auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda vegna lista yfir þá starfsmenn sem hafa ekki verkfallsheimild.
Byggðarráð staðfestir auglýsingu um undanþágu verkfallsheimilda

6. 1702021 Umsókn um námsvist utan lögheimilis nemanda
Lögð fram umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Fyrir liggur jákvæð umsögn sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Byggðarráð samþykkir beiðnina

7. 1702007 Bréf frá starfsmannafélagi Húnaþings vestra
um afslátt starfsmanna í íþróttamiðstöð. Erindinu frestað.

Samþykkt að taka á dagskrá

8. 1702023 Erindi frá fjallskiladeild Hrútafjarðar austan um skráningu á forðagæsluskýrslu.
Erindinu vísað til landbúnaðarráðs

9. 1702024 Aðalfundur Fasteignafélagsins Borgar.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir var fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum. Hún fór yfir helstu atriði sem komu fram á fundinum og lagði fram ársreikning

Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl: 15:25

Var efnið á síðunni hjálplegt?