1168. fundur

1168. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 27. febrúar 2023 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Afgreiðslur:

1. 2208040 Erindi frá Bogeyju Ernu Benediktsdóttur þar sem ítrekað er fyrra erindi sem tekið var fyrir á 1144. fundi byggðarráðs þann 22. ágúst 2022. Óskar hún m.a. eftir upplýsingum um ástand spennistöðva/jarðskauta við byggingar í eigu Húnaþings vestra, hver hafi annast ástandsskoðun, hvenær og hverjar niðurstöður voru.
Húnaþing vestra mun nú sem endranær tryggja að húsnæði í eigu sveitarfélagsins uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum. Ítrekað er að í öllum tilfellum hafi löggildir aðilar annast frágang við byggingar sveitarfélagsins og ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þær við gerð úttekta á byggingartíma. Meðan ekki eru vísbendingar um að úrbóta sé þörf er því ekki ástæða til að aðhafast frekar að mati fagmanna.
2. 2302037 Brunavarnir Húnaþings vestra – drög að Brunavarnaáætlun 2023- 2028. Lögð fram til kynningar. Byggðarráð gerir minniháttar athugasemdir við áætlunina og felur sveitarstjóra að koma þeim á framfæri við slökkviliðsstjóra.
3. 2302040 Bréf frá Soroptimistaklúbbnum við Húnaflóa þar sem þakkaður er stuðningur við verkefnið Stelpur geta allt sem klúbburinn stóð fyrir í október síðastliðnum. Lagt fram til kynningar.
4. 2302045 Vatnsnesvegur, mat á samfélagslegum áhrifum. Lagt fram tilboð frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri í gerð úttektar á samfélagslegum áhrifum slæms ástands Vatnsnesvegar. Tilboðið hljóðar upp á kr. 1.050.000 án vsk. Byggðarráð samþykkir að ráðist verði í gerð úttektarinnar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna þessa.
5. 2302046 Verkefnisstjóri umhverfismála, drög að starfslýsingu. Byggðarráð samþykkir starfslýsinguna og felur sveitarstjóra að auglýsa starfið. Um er að ræða starf sem áður hafði heitið umhverfisstjóri og gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun ársins.
6. 2302047 Skipurit Húnaþings vestra. Lögð fram tillaga að breyttu skipuriti Húnaþings vestra þar sem staða brunavarna er breytt í samræmi við kröfur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Byggðarráð samþykkir breytinguna.
7. 2302049 Minnisblað um vinnu með eldri borgurum um framtíðarsýn. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt samantekt frá vinnufundum með eldri borgurum sem fram fóru í janúar og febrúar. Lagt er til að samantektin verði sett í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins. Byggðarráð fagnar vinnunni, þakkar öllum þeim sem að henni komu og samþykkir að samantektin verði sett í opið samráð.
Björn Bjarnason kom til fundar kl. 15:00.
8. Rekstrarstjóri kemur til fundar. Björn Bjarnason kom til fundar við ráðið og fór yfir helstu framkvæmdir sem eru á döfinni. Lagði hann fram kostnaðaráætlun fyrir annars vegar vatnslögn frá Hvammstanga að Laugarbakka ásamt kostnaðaráætlun fyrirhugaðra framkvæmda við sundlaug vegna m.a. lagnakjallara og endurnýjunar sundlaugardúks. Byggðarráð felur rekstrarstjóra að gera verðfyrirspurn vegna vatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka. Rekstrarstjóra er einnig falið að hefja undirbúning að framkvæmdum við sundlaug í samræmi við framlagða kostnaðaráætlun og fjárhagsáætlun ársins 2023.
Björn Bjarnason vék af fundi kl. 15:53.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:04.

Var efnið á síðunni hjálplegt?