1154. fundur

1154. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 24. október 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

  1. Samkomulag um uppgjör vegna reksturs skólabúða að Reykjum lagt fram. Byggðarráð samþykkir samkomulagið og felur sveitarstjóra undirritun þess. Byggðarráð þakkar fráfarandi rekstraraðilum farsælt samstarf við rekstur skólabúðanna sl. 20 ár og óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.
  2. Störf undanþegin verkfallsheimild 2023. Lagður fram listi yfir störf undanþegin verkfallsheimild á árinu 2023 samkvæmt 5.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og með síðari breytingum um kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ. Stéttarfélög hafa fengið listann til umsagnar. Athugasemd barst við eitt starfanna sem rökstutt var og í kjölfarið samþykkt. Byggðarráð samþykkir listann og felur sveitarstjóra að senda hann til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
  3. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:

           a)  85. fundur stjórnar SSNV.

           b)  914. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bætt á dagskrá:

4.  Breyting á leigutaka íbúðar að Garðavegi 18, neðri hæð. Byggðarráð samþykkir gerð leigusamnings við Dictum ehf. kt. 670418-1620 til 1. maí 2023.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?