1152. fundur

1152. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 10. október 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, Sigríður Ólafsdóttir varamaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður. 

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, setti fund.

Afgreiðslur:

1.  Opnun tilboða í húseignina Hvammstangabraut 10 sem auglýst var til sölu á heimasíðu sveitarfélagsins með tilboðsfresti til kl. 12:00 þann 10. október 2022. Alls bárust 2 tilboð.

Við opnun tilboða var Mohamad Abed Alhaji viðstaddur.

Tilboð bárust frá:

Kristján Ársælsson og Hannes Sigurjói Ársælsson kr. 17.500.000.

Mohamad Abed Alhij og Aisha Al Hamad kr. 32.000.000.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Mohamad Abed Alhij og Aisha Al Hamad, með fyrirvara um endanlega fjármögnun.

Björn Bjarnason, rekstrarstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

2.  2101010 Endurtilnefning fulltrúa í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 1. Byggðarráð tilnefnir Þorleif Karl Eggertsson og Magnús Magnússon í ráðið.

3.  2209063 Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

4.  2209066 Bréf frá Unicef um ungmennaráð. Byggðarráð þakkar erindið og tekur undir mikilvægi þátttöku ungmenna í lýðræðislegu starfi.

5.  2209086 Þórunn Ýr Elíasdóttir, beiðni um afslátt af leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar af leigu í samræmi við gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga vegna viðburða í samfélagsþágu.

6.  2210001 Pílufélag Hvammstanga, beiðni um afnot af Félagsheimilinu Hvammstanga.  Byggðarráð felur sveitarstjóra að bjóða forráðamönnum Pílufélags Hvammstanga til fundar og kanna hugsanlegar útfærslur afnotanna.

7.  2210005 Flugklasinn,

a)  Beiðni um stuðning. Byggðarráð getur ekki orðið við beiðni um stuðning við Flugklasann.

b)  Starf Flugklasans apríl - september 2022. Lagt fram til kynningar.

8.  Erindi frá Önnu G. Torfadóttur vegna Efra-Núps þar sem vakin er athygli á skorti á umhirðu um kirkjugarðinn að Efra-Núpi. Byggðarráð þakkar erindið og tekur undir mikilvægi góðrar umhirðu. Ráðið bendir á að garðurinn er ekki á forræði sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að koma erindinu á framfæri við rétta aðila.

9.  Drög að breyttum reglum við úthlutun byggingalóða í Húnaþingi vestra lögð fram. Reglurnar eru unnar af sameiginlegu embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Húnaþings vestra, Húnabyggðar og Skagabyggðar. Byggðarráð yfirfór reglurnar og felur sveitarstjóra að koma athugasemdum á framfæri.

10. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga, 913. fundur. Lögð fram til kynningar.

11. Umsagnarbeiðnir:

a) Tillaga til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins, 10. mál. Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

b) Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál. Sveitarstjóra falið að skoða málið með skipulagsfulltrúa og gera tillögu að umsögn ef þurfa þykir.

12. Viðauki við fjárhagsáætlun árins 2022 nr. 4. Framkvæmdaráð leggur fram tillögu að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að upphæð kr. 840.000. Viðaukinn er gerður vegna hönnunarvinnu við íbúðir aldraðra að Nestúni 2-6. Leiðir hann til lækkunar á lið 2190, ófyrirséð, og hefur því ekki áhrif á áætlaða rekstrarafkomu ársins 2022. Byggðarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

13. Úthlutun íbúðar að Garðavegi 18, neðri hæð. Á 1144. fundi byggðarráðs var íbúðinni ráðstafað tímabundið til fjölskyldusviðs. Hefur sú ráðstöfun nú verið afþökkuð. Byggðarráð samþykkir að leigja Rúnari Kristjánssyni íbúðina til 1. maí 2023.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:13.

Var efnið á síðunni hjálplegt?