1148. fundur

1148. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 19. september 2022 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður. 

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Afgreiðslur:

1. Beiðni um launalaust leyfi.
Lögð fram beiðni frá Ásgeiri Aðalsteinssyni, kennara við Grunnskóla Húnaþings vestra, um launalaust leyfi skólaárið 2023-2024. Byggðarráð samþykkir beiðnina að fenginni jákvæðri umsögn sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
2. Minnisblað um akstur eldri borgara.
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra varðandi fyrirkomulag á akstri eldri borgara í dagþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Lagt er til að aksturinn verði boðinn út samhliða útboði skólaaksturs fyrri hluta árs 2023. Byggðarráð samþykkir tillöguna.
3. Sala á Hvammstangabraut 10.
Lögð fram drög að auglýsingu á fasteigninni Hvammstangabraut 10 á Hvammstanga (Sólland). Byggðarráð samþykkir auglýsinguna og felur sveitarstjóra birtingu hennar.
4. Skipan starfshóps um fasteignir og jarðir sveitarfélagsins.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði starfshópur með það hlutverk að leggja mat á eignir sveitarfélagsins og móta framtíðarsýn. Lagt er til að hópurinn taki til starfa hið fyrsta.
5. Kynning á verkefnum Húnaklúbbsins.
Jessica Aquino, forsvarsmaður Húnaklúbbsins kom til fundar við byggðarráð og kynnti verkefnið „Back to the roots Iceland“, en verkefnið lýtur að þjálfun ungmenna í lýðræðislegri þátttöku. Óskaði hún eftir aðkomu sveitarstjórnar að sameiginlegum fundi með samstarfsaðilum verkefnisins í október á Hvammstanga. Byggðarráð tekur vel í beiðnina og felur sveitarstjóra skipulag og útfærslu fundarins í samvinnu við Jessicu. 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:03.

Var efnið á síðunni hjálplegt?