1145. fundur

1145. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 29. ágúst 2022 kl. 09:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður. 

Starfsmenn

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
Magnús Magnússon vék af fundi. Friðrik Már Sigurðsson tók við fundarstjórn.
1. 2208037 Bréf frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) frá 22. ágúst sl. með umsókn um greiðslu miðnáms framhaldsskólanema í hljóðfæraleik. Samkvæmt innsendum gögnum uppfyllir umsóknin skilyrði 7. gr. reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda frá 31. ágúst 2016. Byggðarráð samþykkir umsóknina.
Magnús Magnússon kom aftur til fundar við byggðarráð og tók við fundarstjórn að nýju.
2. 2208051 Erindi frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar frá 18. ágúst sl. Í erindinu er fjallað um greiðslu gistináttagjalds í neyðarskýlum á vegum Reykjavíkurborgar. Með bréfinu er þess óskað að Húnaþing vestra endurskoði afstöðu sína og greiði útsenda reikninga vegna gistingar í neyðarskýlum borgarinnar. Þess er jafnframt óskað að Húnaþing vestra gangi frá samningi við Reykjarvíkurborg vegna gistingar í skýlunum.
Byggðarráð þakkar Reykjavíkurborg fyrir erindið. Byggðarráð óskar eftir því að Reykjavíkurborg felli niður útsenda reikninga. Reikningarnir eru sendir út án þess að í gildi sé samningur á milli sveitarfélaganna, vegna þjónustu við íbúa með lögheimili í Húnaþingi vestra. Komi til þess að öll úrræði fjölskyldusviðs séu fullreynd, veitir byggðarráð fjölskyldusviði eftirleiðis heimild til að skrifa undir samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Samningurinn skal vera tímabundinn og tengdur þeim þjónustuþega sem heimilt er að þjónusta fyrir hönd Húnaþings vestra.
3. Reglur barnaverndarnefndar Húnaþings vestra, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Reykhólahrepps, um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur, en þær voru samþykktar af barnaverndarnefnd Húnaþings vestra, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Reykhólahrepps þann 18. ágúst sl.
4. 2208057 Erindi frá Grunnskóla Húnaþings vestra þar sem óskað er eftir heimild til þess að breyta fyrirkomulagi á síðdegishressingu fyrir nemendur. Byggðarráð samþykkir breytt fyrirkomulag enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar ársins.
5. 2208055 styrkbeiðni frá Vitafélaginu. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
6. Fundargerðir SSNV. Friðrik Már kynnti eftirfarandi fundargerðir:
a) Fundargerð 79. fundar frá 1. júlí sl.
b) Fundargerð 80. fundar frá 9. ágúst sl.
c) Fundargerð 81. fundar frá 24. ágúst sl.
7. Boð á ráðstefnuna „Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið. Sveitarfélög, áhrif loftslagsbreytinga og aðlögunaraðgerðir“. Ráðstefnan verður haldin 5. september nk., en skipulag hennar er á höndum Veðurstofu Íslands, Byggðastofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, innviðaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Sveitarstjórnarmenn eru hvattir til þátttöku á ráðstefnunni.
8. Erindi frá starfshópi sem skal skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku, en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að sérstök lög skuli sett um nýtingu vindorku. Markmið laganna skal vera að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn tekur við athugasemdum til 30. september nk.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 09:56.

Var efnið á síðunni hjálplegt?