1144. fundur

1144. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 22. ágúst 2022 kl. 09:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, Sigríður Ólafsdóttir varamaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Afgreiðslur:
1. 2208036 Aflið, lögð fram styrkbeiðni stjórnarárið 2022 – 2023 ásamt ársskýslu ársins 2021. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
2. Ársreikningur Reykjaeigna fyrir árið 2021.
Lagður fram ársreikningur Reykjaeigna fyrir árið 2021. Byggðarráð samþykkir framlagðan ársreikning og undirritar ársreikninginn því til staðfestingar.
3. 2208040 Erindi frá Bogeyju Ernu Benediktsdóttur þar sem hún óskar m.a. eftir upplýsingum frá rafveitu um ástand jarðskauta við spennistöðvar í Húnaþingi vestra, sérstaklega um spennistöðvar/jarðskaut við byggingar í eigu Húnaþings vestra. Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar. Húnaþing vestra mun nú sem endranær tryggja að húsnæði í eigu sveitarfélagsins uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum.
4. 2208042 Erindi frá Vigdísi Pálsdóttur og Erni Úlfari Höskuldssyni vegna gamla veiðihússins á Stóru-Borg. Í erindi er óskað eftir því hvort að sveitarstjórn heimili flutning á húsinu að Langá á Mýrum í Borgarfirði, þar sem því verður komið í upprunalega mynd. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við flutning gamla veiðihússins frá Stóru-Borg.
5. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags, fært í trúnaðarbók.
6. 2208043 Hjördís Bára Sigurðardóttir, beiðni um námsstyrk. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu en hvetur Hjördísi til þess að sækja um að nýju innan tilskilins frests að ári, vegna náms skólaárið 2023 - 2024 ásamt nauðsynlegum fylgigögnum.
7. Gæsaveiði árið 2022. Lagðar fram eftirfarandi reglur um fyrirkomulag gæsaveiða í eignalöndum Húnaþings vestra haustið 2022, en landbúnaðarráð hefur þegar samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti:

1. Veiðimönnum með gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til gæsaveiða í eignarlöndum sveitarfélagsins. Um verður að ræða leyfi á þrjú svæði.


Svæðin eru:
1. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Víðidalstunguheiði austan Víðidalsár ásamt jörðinni Öxnatungu.
2. Víðidalstunguheiði vestan Víðidalsár ásamt jörðunum Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi og Króki.
3. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Arnarvatnsheiði og Tvídægru.
2. Hvert veiðileyfi gildir þann dag sem tilgreindur er á viðkomandi leyfi og er útgefið innan þess gæsaveiðitíma sem umhverfisráðuneytið hefur gefið út vegna ársins 2022. Leyfið veitir einungis skráðum handhafa þess heimild til veiða á umræddu svæði á áðurnefndum tíma.
3. Verð fyrir hvert leyfi er kr. 9.000,- á dag.
4. Fjöldi veiðimanna á veiðisvæði er takmarkaður við 4 byssur á hverju svæði á dag og tekið skal fram að leyfishafar hafa einir heimild til veiða á umræddum svæðum. Veiðimenn eru hvattir til að tilkynna veiðar án leyfis til eftirlitsmanns.
5. Með vísan til 7. greinar Fjallskilasamþykktar Húnaþings vestra er óheimilt að nýta hunda og flygildi (dróna) til veiða fyrr en fyrstu göngum á viðkomandi afrétti er lokið.
6. Fjallskiladeildir í Húnaþingi vestra hafa heimild til að loka vegum og vegslóðum sem eru á forræði sveitarfélagsins án fyrirvara ef talið er að þeir liggi undir skemmdum vegna tíðarfars og umferðar. Þannig veitir veiðileyfið ekki tryggingu fyrir því að ávallt sé hægt að aka að veiðisvæði.

Þess er vænst að veiðimenn virði það fyrirkomulag sem hér er kynnt og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að náttúruauðlindum.

Kort af veiðisvæðum má finna á heimasíðu Húnaþings vestra.

Veiðisvæði miðast eingöngu við eignarlönd sveitarfélagsins.

Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar með 3 atkvæðum.

8. Fundargerðir starfsnefndar um varðveislu Norðurbrautar.
Lagðar fram til kynningar 3 fundargerðir starfsnefndar um varðveislu hússins Norðurbrautar. Nefndin hefur það hlutverk að vinna að endurbyggingu Norðurbrautar, sem var fyrsta vegasjoppa landsins.
a. Fundargerð frá 31. mars sl.
b. Fundargerð frá 17. júlí sl.
c. Fundargerð frá 18. ágúst sl.
Byggðarráð fagnar þessu frumkvæði nefndarinnar og óskar nefndarmönnum góðs gengis við endurbyggingu Norðurbrautar, en nefndin sér fyrir sér framtíðarstaðsetningu þessarar fyrstu vegasjoppu landsins á lóð Verslunarminjasafnsins á Hvammstanga.
Bætt á dagskrá:
9. Garðavegur 18, tímabundin ráðstöfun leiguíbúðar til fjölskyldusviðs.
Byggðarráð samþykkir að fela fjölskyldusviði úthlutun leiguíbúðarinnar að Garðavegi 18 n.h., leigutímabilið 1. september 2022 – 31. ágúst 2023.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:52.

Var efnið á síðunni hjálplegt?