1139. fundur

1139. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 27. júní 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

  1. Drög að Menntastefnu Húnaþings vestra. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir verkefnastjóri kynnti drög að Menntastefnu Húnaþings vestra. Byggðarráð fagnar framkomnum drögum og felur verkefnastjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að útfæra aðgerðaáætlun frekar. Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
  2. Lagt fram minnisblað um vinnutímastyttingu kennara. Sigurður Þór Ágústsson fór yfir minnisblaðið og felur byggðarráð honum að vinna málið áfram. Magnús Vignir Eðvaldsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
  3. 2206033 Lagt fram bréf frá Tónlistarskólanum á Akureyri 7. júní sl. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms nemanda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Byggðarráð samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. greinar reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda frá árinu 2011.
  4. 2206041 Lagt fram bréf frá innviðaráðuneytinu þar sem kemur fram að ráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Innviðaráðuneytið óskar eftir upplýsingum um þessa málaflokka og að þær verði skráðar á þar til gert eyðublað á síðu stjórnarráðsins fyrir 31. júlí nk. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög og leggja fyrir byggðarráð.
  5. 2206045 Lagt fram bréf frá Þorbjörgu Sigurbjartsdóttur vegna framkvæmda við Fífusund 3. Byggðarráð felur rekstrarstjóra og sveitarstjóra að funda með bréfritara vegna málsins.
  6. Lögð fram til kynningar fundargerð 78. fundar SSNV frá 21. júní sl.
  7. Fundargerð 192. fundar landbúnaðarráðs frá 21. júní sl.

Dagskárliður 4 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

8.   Fundargerð fjallskilastjórnar Miðfirðinga frá 21. júní sl. lögð fram til kynningar.

9.   Fundargerð fjallskilastjórnar Hrútfirðinga frá 13. júní sl. lögð fram til kynningar.

10. Fundargerð fjallskilastjórnar Víðdælinga frá 11. júní sl. lögð fram til kynningar.

11. Fundargerð fjallskilastjórnar Miðfirðinga frá 8. júní sl. lögð fram til kynningar.

12. Umsóknir í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra.Ein umsókn barst í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra. Lögð fram eftirfarandi tillaga að úthlutun:

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga f.h. óstofnaðs einkahlutafélags. Byggðarráð samþykkir að veita verkefninu Skógarplöntur styrk að upphæð kr. 2.000.000.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:39.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?