1132. fundur

1132. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 11. apríl 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson varaformaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir varamaður og Magnús Magnússon aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,

Afgreiðslur:

1. Selasetur Íslands Páll L. Sigurðsson kom til fundar og fór yfir það sem er framundan hjá Selasetrinu. Árið 2018 var undirritaður samningur við Selasetur Íslands til fjögurra ára um styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar. Selasetur Íslands fer þess á leit við sveitarfélagið að endurnýja samninginn. Byggðarráð þakkar Páli fyrir yfirferðina.
2. Lagt fram bréf frá matvælaráðuneytinu vegna Núpsdalstungu. Þann 15. 12. 2020 óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (nú matvælaráðuneytið) umsagnar Húnaþings vestra varðandi sölu á Núpsdalstungu, samkvæmt jarðalögum nr. 81/2004., 11 mgr. 10. gr.a. Var þeirri skyldu gegnt og má sjá í fundargerðum frá 335. fundi sveitarstjórnar þann 14. janúar 2021 og 336. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2021.
Í jarðalögum segir, í 2. mgr. 10.gr.a að aðilar sem eiga yfir 1.500 hektara lands þurfi að leita samþykkis ráðuneytis til kaupa á meira landi.
Samkvæmt upplýsingum Húnaþings vestra var gefið leyfi af hendi matvælaráðuneytis, áður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fyrir sölunni á Núpsdalstungu til fyrirhugaðs kaupanda sem átti þá þegar yfir 1.500 hektara lands, gegn því að búsetuskylda yrði á viðkomandi jörð. Var það í samræmi við jarðalög.
Nú ber svo við að matvælaráðuneyti óskar eftir því að sveitarfélagið Húnaþing vestra staðfesti og samþykki nýtingu viðkomandi jarðar, án búsetu, sem samræmist ekki fyrri ákvörðun ráðuneytis og jarðalögum.
Það er ekki þægilegt neinu sveitarfélagi að búa við umhverfi þar sem ráðuneyti kemur undanþágum frá kvöðum vegna sölu jarða yfir á viðkomandi sveitarfélag. Er því gagnrýnt að ráðuneytið reyni að fría sig ábyrgð og varpi henni yfir á sveitarfélagið eingöngu, sérlega þar sem þessi ákvarðanataka er samkvæmt lögum á herðum ráðuneytisins en ekki sveitarfélagsins. Vakin er athygli á að afstaða sveitarfélagsins snýr ekki sérstaklega að viðkomandi jörð heldur því viðhorfi sveitarstjórnar jarðir eigi ekki að safnast á fárra manna hendur.
Í bréfi því sem kom frá matvælaráðuneytinu varðandi viðkomandi mál er þar að auki vísað til ábúðarlaga sem í rauninni eiga ekki við í þessu máli þar sem jarðarkaup þau sem um ræðir, og voru bundin skilyrðum frá ráðuneytinu, voru gerð á grundvelli jarðalaga nr. 81/2004 en ekki ábúðarlaga nr. 80/2004.
Byggðaráð vísar hér með erindinu aftur til matvælaráðuneytisins og jafnframt þarf ráðuneytið að setja sér skýrari stefnu varðandi nýtingu lands til framtíðar og ákveða hvort það standi almennt til að fylgja jarðalögum varðandi jarðasöfnun eða hvort það eigi einungis við á tyllidögum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með matvælaráðherra vegna jarðalaga nr. 81/2004.
3. Lögð fram til kynningar fundargerð 76. fundar stjórnar SSNV dags. 5. apríl. sl.
4. Lagt fram fundarboð á vinnustofu um svæðisáætlun Norðurlands um meðhöndlun úrgangs sem haldin verður 25. apríl nk.
5. Félag eldri borgara, ársskýrsla lögð fram til kynningar.
Bætt á dagskrá:
6. Lagt fram bréf frá Mariu Gaskell dags. 30. mars sl. þar sem hún segir starfi sínu lausu sem skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Mariu er þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?