1129. fundur

1129. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 28. mars 2022 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. 2203064 Styrktarsjóður EBÍ. Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags. 24. mars sl. þar sem aðildarsveitarfélögum er gefinn kostur á að senda inn umsókn til sjóðsins vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna. Sveitarstjóra er falið að senda inn umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  2. 2203061 Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Miðfirðinga 7. apríl nk. Byggðarráð skipar sveitarstjóra sem fulltrúa Húnaþings vestra á fundinum og oddvita til vara.
  3. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 1. apríl nk. Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  4. Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu frá 9. mars sl. þar sem ráðuneytið leitar til sveitarfélaga vegna móttöku einstaklinga sem leita skjóls á Íslandi vegna stríðsátaka. Sveitarstjórn hefur áður lýst yfir vilja sínum til að kanna mögulegt framboð húsnæðis.
  5. 2203058 Bréf frá dómsmálaráðuneytinu. Lagt fram til kynningar bréf frá dómsmálaráðuneytinu um endurskipulagningu sýslumannsembætta.
  6. 2203065 Gagnsæi, samtök gegn spillingu styrktarbeiðni. Lögð fram styrkbeiðni frá Íslandsdeild Transparency International þar sem m.a. er óskað eftir fjárframlögum til að tryggja rekstrargrundvöll deildarinnar. Byggðarráð getur ekki orðið við beiðninni.
  7. Drög að ársreikningi Húnaþings vestra fyrir árið 2021. Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti til fundar og fór yfir drög að ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Byggðarráð þakkar Elínu Jónu fyrir greinargóða yfirferð og vísar ársreikningi sveitarfélagsins til afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Bætt á dagskrá:

    8. Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru  8. apríl nk. Byggðarráð skipar sveitarstjóra sem fulltrúa Húnaþings vestra á fundinum og oddvita til vara.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:51.

Var efnið á síðunni hjálplegt?