1128. fundur

1128. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 14. mars 2022 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:
1. 2201046 Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Húnavatnssýsludeildar RKÍ, kom til fundar vegna fyrirspurnar deildarinnar um geymsluhúsnæði fyrir neyðarkerru RKÍ í Húnaþingi vestra. Rætt var um mögulega geymslustaði fyrir neyðarkerruna í sveitarfélaginu. Formaður Húnavatnssýsludeildar RKÍ kannar þá staði sem rætt var um á fundinum.
2. 2203049 Lagður fram til kynningar ársreikningur húsfélags félagsheimilisins Ásbyrgis vegna ársins 2021.
3. 2203050 Vátryggingar 2022, tilboð frá Consello ehf. í ráðgjöf og umsjón vegna útboðs á trygginum sveitarfélagins. Lagt fram tilboð að fjárhæð kr. 1,1 millj. án vsk. frá Consello ehf. í ráðgjöf og umsjón vegna útboðs í tryggingar sveitarfélagsins frá 1. janúar nk. til þriggja ára. Byggðarráð samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn, en niðurstöður útboðsins skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. september nk. Sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að gera viðauka vegna samningsins, sem taka skal af liðnum ófyrirséð.
4. Reynsla og viðhorf á kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi, skýrsla og könnun. Lögð fram til kynningar skýrsla og könnun um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi, eftir Ásdísi A. Arnalds og Evu Marín Hlynsdóttur.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:56

Var efnið á síðunni hjálplegt?