1127. fundur

1127. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 7. mars 2022 kl. 09:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Barnvænt samfélag, kynning. Hanna Borg Jónsdóttir sérfræðingur í innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Unicef á Íslandi mætti til fundar við byggðarráð með fjarfundabúnaði og kynnti verkefnið Barnvænt sveitarfélag. Byggðarráð þakkar Hönnu Borg fyrir góða kynningu.
  2. Bogi Kristinsson Magnusen, skipulagsfulltrúi kom til fundar við byggðarráð og fór yfir helstu verkefni á næstu misserum. Byggðarráð þakkar Boga fyrir greinargóða yfirferð og býður hann jafnframt velkominn til starfa hjá sameiginlegu embætti skipulags- og byggingarfulltrúa í Húnavatnssýslum.
  3. Rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki fyrir árið 2021.

Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir bráðabirgðauppgjör aðalsjóðs og undirfyrirtækja fyrir árið 2021. Byggðarráð þakkar Elínu Jónu greinargóða yfirferð.

   4. 2203032 Lagt fram bráðabirgðayfirlit vegna rekstrar málefna fatlaðs fólks á Nlv. árið 2021. Byggðarráð lýsir áhyggjum sínum yfir hækkandi kostnaði vegna reksturs málaflokksins.

  5. 2202061 Umsókn um lóð. Reynd að smíða ehf. sækir um byggingarlóð undir íbúðarhús að Grundartúni 2. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn.

  6.  2203030 Erindi frá íþrótta- og tómstundafulltrúa. Lagt fram erindi frá íþrótta- og tómstundafulltrúa sem óskar eftir niðurfellingu á húsaleigu Félagsheimilisins Hvammstanga vegna NorðurOrgs. Í gjaldskrá er byggðarráði, í sérstökum tilfellum, heimilt að víkja frá gildandi gjaldskrá og veita 25% afslátt vegna verkefna í samfélagsþágu. Byggðarráð samþykkir að viðburðurinn fái 25% afslátt af gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga.

 7. Verkefnið „Samtaka um hringrásarhagkerfi“. Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarélaga þar minnt er á þær meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem koma til framkvæmda þann 1. janúar 2023. Vegna þessa hefur Samband íslenskra sveitarfélaga sett á fót verkefnið „Samtaka um hringrásarhagkerfið“ ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu til að aðstoða sveitarfélögin við innleiðinguna. Sveitarfélög skulu skrá sig til þátttöku. Sambandið efnir til upphafsfundar vegna þessa 16. mars nk. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu.

 8. 2203001 Lögð fram til kynningar fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 9. 2202035 Lögð fram viðbótargögn frá Ingibjörgu Jónsdóttur og Menningarfélagi Húnaþings vestra. Erindi var áður tekið fyrir á 1126. fundi byggðarráðs. Byggðarráð þakkar Ingibjörgu umbeðnar upplýsingar og sveitarstjóra er falið að svara erindinu.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:08

Var efnið á síðunni hjálplegt?