1125. fundur

1125. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 14. febrúar 2022 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, varamaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. 2201071 og 2201073 Umsóknir um lóðina að Lindarvegi 1.
Lagðar voru fram tvær umsóknir um byggingarlóðina að Lindarvegi 1. Annars vegar umsókn nr. 2201071 frá Hlíðarhaga ehf. kt. 680797-2429 og hins vegar nr. 2201073 frá Erlingi Erni Hafsteinssyni fyrir hönd óstofnaðs félags. Í samræmi við 4. gr. reglna um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra var dregið um lóðina og kemur hún í hlut Erlings Arnar Hafsteinssonar. Byggðarráð samþykkir að úthluta Erlingi Erni Hafsteinssyni, f.h. óstofnaðs félags, lóðinni að Lindarvegi 1.
2. 2202022 Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV þess efnis að tillögur til breytinga á samþykktum og þingsköpum SSNV skuli sendar stjórn a.m.k. þremur vikum fyrir ársþing eða eigi síðar en 8. mars. nk.
3. 2202023 Lagt fram til kynningar erindi frá SSNV þar sem upplýst er um að Húnaþing vestra á 5 fulltrúa á 30. ársþingi SSNV sem haldið verður þann 1. apríl nk. Sveitarstjóra falið að svara erindinu og upplýsa um nöfn kjörinna þingfulltrúa Húnaþings vestra, aðal- og varamanna.
4. 2202018 Fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð 441. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
6. Ársreikningur Náttúrustofu Norðurlands vestra fyrir árið 2020. Lagður fram til kynningar óendurskoðaður ársreikningur 2020 fyrir Náttúrustofu Norðurlands vestra.
7. Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnarfunda Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 21. og 31. janúar sl.
8. Erla Björk Þorgeirsdóttir, framkvæmdastýra Verkfræðistofunnar Afls og Orku kom til fundar og kynnti möguleika sem geta falist í smávirkjunum á landsbyggðinni. Byggðarráð þakkar Erlu Björk greinargóða kynningu.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:35

Var efnið á síðunni hjálplegt?