1120. fundur

1120. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 10. janúar 2022 kl. 09:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, varaformaður, Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. Fulltrúar Kormáks og USVH koma til fundar. F.h. Kormáks Elísa Ýr Sverrisdóttir og Þorgrímur Guðni Björnsson og fyrir hönd USVH Heiðrún Nína Axelsdóttir og Guðrún Helga Magnúsdóttir. Rætt var um aðstöðu við Kirkjuhvammsvöll fyrir íþróttaiðkendur. Byggðarráð þakkar fulltrúum félaganna fyrir gagnlegar umræður og góðan fund.
2. 212021 Lagt fram bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu frá 21. desember sl. þar sem fram kemur að Húnaþingi vestra hafi verið úthlutað 70 þorskígildistonnum af byggðakvóta fiskveiðiársins 2021/22. Lögð fram eftirfarandi tillaga að reglum um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2021-2022:

„Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkir eftirfarandi reglur um úthlutun 70 þorskígildistonna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2021/2022:
Ákvæði reglugerðar nr. 995/2021 gilda um úthlutun byggðakvóta Hvammstanga með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a. 65% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 731/2020 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021. Við skiptingu þessa 65% byggðakvóta Húnaþings vestra, til ofangreindra skipa, skal miða við meðaltal landaðs botnfiskafla í þorskígildum talið, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn, síðastliðin þrjú fiskveiðiár. Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2018/2019, 2019/2020 og 2020/2021.
b. 35% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 995/2021, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022, miðað við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn síðastliðin þrjú fiskveiðiár, í þorskígildum talið. Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2018/2019, 2019/2020 og 2020/2021.
b) Skip eiga rétt til úthlutunar úr báðum pottum samkvæmt a- og b-lið, að uppfylltum skilyrðum.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.
Rökstuðningur/viðaukar/breytingar frá reglugerð 995/2021 er felast í tillögum Húnaþings vestra eru byggð á eftirfarandi:
Rökstuðningur byggðarráðs er sá að í byggðarlaginu er engin bolfiskvinnsla.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
3. Húsnæðisáætlun Húnaþings vestra. Lögð fram til kynningar drög að húsnæðisáætlun fyrir Húnaþing vestra. Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
4. Tillaga um tímabundin afslátt af gatnagerðargjöldum. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum af níu lóðum á Hvammstanga og tveim lóðum á Laugarbakka í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 6 gr. samþykktar Húnaþings vestar um gatnagerðargjöld nr. 588/2019.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:25

Var efnið á síðunni hjálplegt?