1109. fundur

1109. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 11. október 2021 kl. 11:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, varaformaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

 

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. 2110021 Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 4. október sl. þar sem sveitarfélögin eru upplýst um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur á grundvelli 2. mgr. 19.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Nýju leiðbeiningarnar taka mið af nýsamþykktum lögum nr. 96/2021 um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Samhliða hefur verið uppfærð fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem ráðuneytinu ber að gefa út sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga. Byggðarráð leggur til að Samþykkt um stjórn Húnaþings vestra verði endurskoðuð í ljósi þessara breytinga.
2. 2110014 Lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 6. október sl. þar sem kynnt eru drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Breytingartillagan hefur verið birt í Samráðsgátt og opið er fyrir umsagnir til 20. október nk.
3. 2110018 Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 28. sept. sl. lögð fram til kynningar.

Bætt á dagskrá:
4. Ársreikningur Húnasjóðs 2020. Ársreikningur Húnasjóðs lagður fram til samþykktar. Ársreikningurinn samþykktur með 3 atkvæðum.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:33

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?