1100. fundur

1100. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 30. ágúst 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

 

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. 2108039 Umsókn um lóð. Árpád Kisfaludy kt. 250682-3609 sækir um byggingarlóð undir íbúðarhúsnæði að Grundartúni 8. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Grundartúni 8.
  2. Afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra. Fram lagðar tvær beiðnir um afskrift vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, en kröfurnar eru fyrndar. Annars vegar er um að ræða höfuðstól að fjárhæð kr. 967 og hins vegar kr. 432.290. Byggðarráð samþykkir afskriftarbeiðnirnar.
  3. 2108029 Frágangur milli lóðar og götu á Lindarvegi 3b. Lagt fram erindi frá Guðmundi Hauki Sigurðssyni og Ragnheiði Jóhannsdóttur þar sem óskað er upplýsingum um frágang lóða milli Lindarvegs 3 og 5 og frágangi götu við Lindarveg 3b. Byggðarráð felur rekstrarstjóra og aðstoðarmanni byggingarfulltrúa að svara erindinu.
  4. 2108027 Ósk um aðstöðu til geymslu á neyðarkerru. Lagt fram erindi frá Rauðakrossdeildinni í Húnavatnssýslum þar sem þess er farið á leit við Húnaþing vestra að sveitarfélagið leggi deildinni til húsnæði til að hýsa neyðarkerru deildarinnar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
  5. Handbendi brúðuleikhús, beiðni um lækkun á leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga. Lagðar fram beiðnir frá Handbendi brúðuleikhúsi um lækkun á húsaleigu hjá Félagsheimilinu Hvammstanga, vegna tveggja verkefna brúðuleikhússins. Óskað er eftir afslætti á húsaleigu vegna alþjóðlegu brúðulistahátíðarinnar á Hvammtanga, HIP Fest 2021 og vegna Sumarleikhúss æskunnar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við gjaldskrá. Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.
  6. Viljayfirlýsing UMFÍ um mögulega aðkomu að rekstri skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði. Lagt fram erindi frá UMFÍ þar sem þeir lýsa áhuga á mögulegri aðkomu að rekstri skólabúðanna að Reykjum. Í viljayfirlýsingunni felst ósk um frekari upplýsingar um rekstur skólabúðanna s.s. eignir og búnað. UMFÍ óskar eftir að þessari vinnu verði lokið eigi síðar en 25. október n.k. og þá liggi fyrir ákvörðun um hvort UMFÍ óski eftir formlegum viðræðum við Húnaþing vestra um rekstur skólabúðanna. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og undirrita viljayfirlýsinguna.
  7. 2108007 Ósk um stuðning vegna námsvistar í FÍH. Lagt fram erindi frá Guðmundi Grétari Magnússyni, þar sem hann óskar eftir því að sveitarfélagið greiði námsvist hans í FÍH á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Byggðarráð hefur kallað eftir upplýsingum frá FÍH, en upplýsingarnar hafa ekki borist. Afgreiðslu erindisins er frestað. Magnús Magnússon vék af fundi undir þessum lið.
  8. Fundargerð 227. fundar félagsmálaráðs frá 25. ágúst sl. Fundargerð í 4 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  9. Fundargerð 186. fundar landbúnaðarráðs frá 25. ágúst sl. Fundargerð í 1 lið. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

 

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:42.

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?