1099. fundur

1099. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 23. ágúst 2021 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. Rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki fyrir janúar – júní 2021. Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti til fundar og fór yfir rekstur deilda fyrstu sex mánuði ársins. Rekstur deilda er almennt í samræmi við fjárhagsáætlun. Frávik eru á launaliðum m.a. vegna styttingu vinnuvikunnar. Byggðarráð þakkar Elínu Jónu greinargóða yfirferð.
2. Fundargerð Fjallskilastjórnar Miðfirðinga frá 6. ágúst sl. Lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð Fjallskilastjórnar Víðdælinga frá 25. júlí sl. Lögð fram til kynningar.
4. Björn Bjarnason rekstrarstjóri kemur til fundar. Björn fór yfir stöðu framkvæmda og kostnaðar við viðbyggingu grunnskólans. Kostnaður við bygginguna er samkvæmt áætlun. Framkvæmd er almennt á áætlun og stefnt er að því að taka í notkun hluta viðbyggingarinnar í byrjun næstu viku. Hluti af framkvæmdum í eldra húsi var ekki í áætlunum hönnuða, þar er annarsvegar um að ræða verk sem voru ófyrirséð og hinsvegar lagfæringar í eldri byggingu vegna tenginga við nýbyggingu. Þar sem tekin var ákvörðun um að flýta framkvæmdum og taka í notkun hluta byggingarinnar nú í haust flyst framkvæmdakostnaður frá næsta ári til þessa árs. Sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í samráði við rekstarstjóra er falið að gera viðauka vegna þessa.

Bætt á dagskrá:

5. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Fært í trúnaðarbók.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:38.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?