1098. fundur

1098. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 16. ágúst 2021 kl. 11:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, varamaður

 

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Auglýsing frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Lögð fram til kynningar auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga. Heimildin tók gildi þann 1. ágúst sl. og gildir til 1. október nk.
  2. Erindi frá Orkusölunni. Með erindinu fer Orkusalan fram á að óski Húnaþing vestra ekki eftir að reka hleðslustöð sem fyrirtækið hefur útvegað sveitarfélaginu verði henni skilað. Byggðarráð felur rekstrarstjóra að skoða forsendur fyrir uppsetningu og mögulegu fyrirkomulagi.
  3. Reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir drög að breyttum reglum um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.
  4. Fundargerð 335. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 12. ágúst sl. Fundargerð í 3 liðum.

Dagskrárliður 1, erindi frá Hross ehf, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.

Dagskrárliður 2, erindi frá Davíð Gunnarssyni, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.

Dagskrárliður 3, erindi frá Birni Björnssyni, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

   5. Fundargerð 185. fundar landbúnaðarráðs frá 12. ágúst sl. Fundargerð í 2 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

  6. Fundargerð 226. fundar félagsmálaráðs frá 28. júlí sl. Fundargerð í 3 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

  7. Fundargerð 1. fundar framkvæmdaráðs um málefni fatlaðs fólks frá 6. júlí sl. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  8. Úthlutun almennrar leiguíbúðar að Garðavegi 18. Byggðarráð samþykkir að úthluta Mariu Gaskell íbúðinni að Garðavegi 18, neðri hæð.

Bætt á dagskrá.

  9. Skipulag vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2022. Lögð fram drög að skipulagi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022. Byggðarráð samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að kynna fyrirkomulagið fyrir sveitarstjórn og forstöðumönnum.

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:15.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?