1089. fundur

1089. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 17. maí 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

1. Lögð fram til kynningar matsgerð vegna brunatjóns á Klapparstíg 4.

2. Lagt fram boð á aðalfund Selasetur Íslands. Byggðarráð felur sveitarstjóra að sitja fundinn, oddviti til vara.

3. Lagðar fram til kynningar fundargerðir 4. og 5. fundar starfshóps um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðis í Kirkjuhvammi.

4. Kynning á vinnu starfshóps um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðis í Kirkjuhvammi. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Ína Björk Ársælsdóttir kynntu niðurstöður starfshópsins. Byggðarráð þakkar greinargóða kynningu og leggur til að haldinn verði kynningarfundur á niðurstöðum starfshóps um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi og starfshóps um fjölnota rými í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.

5. Lagt fram til kynningar bréf frá Landgræðslunni dags. 6 maí sl. þar sem óskað er eftir, fyrir hönd verkefnisstjórnar landgræðsluáætlunar, umsögnum um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Umsagnarfrestur er til 14. júní nk.

6. Lagt fram til kynningar bréf frá verkefnastjórn landsáætlunar í skógrækt dags. 7. maí sl. þar sem óskað er eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Umsagnarfrestur er til 18. júní nk.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:14

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?