1008. fundur

1008. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 12. ágúst 2019 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, og Magnús Magnússon, aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

 

1.        Lögð fram fundargerð 312. fundur skipulags- og umhverfisráðs frá 1. ágúst sl.  Fundargerð í 5 liðum.
Dagskrárliður 1 nr. 1907023 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 nr. 1907041 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 nr. 1907040 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 nr. 1907033 um erindi Kótilettunefndar um uppsetningu á minningarskilti á Bangsatúni borinn undir atkvæði og samþykktur með 2 atkvæðum.  Magnús Magnússon víkur af fundi undir þessum lið.
Dagskrárliður 5 nr. 1605010 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

2.        Lögð fram fundargerð 201. fundur fræðsluráðs frá 7. ágúst sl.  Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

3.        1908004 Erindi frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands um kynningarfund um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í heilbrigðisumdæmi Vesturlands.  Fundurinn er 15. ágúst á Akranesi.  Byggðarráð samþykkir að Sveinbjörg Rut Pétursdóttir verði fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum.

4.        1706031 Málefni fatlaðs fólks – v. samnings við Skagafjörð um þjónustu.   Þann 1. janúar 2016 tók gildi samningur milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra; Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Húnaþings vestra við Sveitarfélagið Skagafjörð um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra og veiti fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögum þjónustu í samræmi við ákvæði laga og eins og nánar er kveðið á um í samningnum.  Gildistími var eitt ár en samningurinn var endurnýjaður með gildistíma til ársloka 2019.  Í samningnum er kveðið á um að samningsaðilar skulu ákveða sameiginlega fyrir 1. september 2019 hvort stefna skuli að endurnýjun samningsins.
Skv. lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 38/2018 og XI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 þá bera sveitarfélög ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, þar með talið gæðum þjónustunnar, sem og kostnaði vegna hennar.  Enn fremur skulu sveitarfélögin hafa innra eftirlit með framkvæmd þjónustunnar, þar á meðal með framkvæmd samninga sem sveitarfélögin gera við þjónustu- og rekstraraðila um framkvæmd þjónustunnar.  Reynist þörf fatlaðs einstaklings fyrir þjónustu eða þörf fyrir stuðning meiri eða sérhæfðari en svo að henni verði fullnægt innan almennrar þjónustu skal veita viðbótarþjónustu skv. lögum nr. 38/2018.

Byggðarráð samþykkir, eftir skoðun sl. mánuði, að endurnýja ekki núgildandi samning og felur sveitarstjóra að hefja vinnu við næstu skref við yfirtöku málaflokksins.

5.        1812025 Umsögn um verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, mál nr. S-135/2019 í samráðsgátt stjórnvalda
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun: „Byggðarráð Húnaþings vestra vill árétta að það er ósk þess að land innan marka sveitarfélagsins verði ekki hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu. 
Byggðarráð Húnaþing vestra vill benda á að samkvæmt lögum er skipulagsvald, þ.e. vinnsla og samþykkt svæðis-, aðal- og deiliskipulags á höndum sveitarfélaga. Það er því ekki í verkahring ráðherraskipaðrar nefndar að hafa með beinum hætti áhrif á skipulag sveitarfélaga með því að gera tillögu að legu þjóðgarðs á miðhálendinu innan marka þeirra. 
Í fyrirliggjandi tillögu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu felst skerðing á skipulagsvaldi sveitarstjórna með færslu þess til stjórnunar- og verndaráætlana. Þannig eru áhrif sveitarfélaga til þess að móta sér stefnu um uppbyggingu innviða, landnýtingu og landvernd innan marka þeirra verulega takmörkuð. Byggðarráð Húnaþings vestra bendir á að stjórnunar- og verndaráætlanir geta ekki takmarkað skipulagsvald sveitarstjórna.
Þjóðlendur innan marka Húnaþings vestra eru í afréttareign og því fylgir upprekstrar- og veiðiréttur auk annarra nýtingarréttinda. Byggðarráð Húnaþing vestra vill árétta mikilvægi þess að upprekstrar- og nýtingarréttur haldist um alla framtíð. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður nýting afrétta og ýmiskonar starfssemi háð stjórnunar- og verndaráætlunum. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu hefur þannig í för með sér skerðingu á nýtingarrétti íbúa sveitarfélagsins og takmörkun á rétti þeirra  til umferðar um land innan marka þess. Einnig er líklegt að setning atvinnustefnu innan þjóðgarðs valdi verulegum takmörkunum á tekjuöflun vegna starfsemi innan marka hans.  
Tillaga nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands felur í sér verulega skerðingu á valdheimildum sveitarfélaga og réttindum íbúa þeirra. Tillaga nefndarinnar hvað varðar mörk þjóðgarðs á miðhálendinu virðist fyrst og fremst tilkomin til þess að styrkja eignar- eða ráðstöfunarrétt ríkisins yfir landi í hálendi Íslands“. 
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum. 

6.        1908006 Rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki fyrir tímabilið janúar-júní 2019. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu fjárhagsbókhalds fyrstu 6 mánuði ársins og samanburður við fjárhagsáætlun sama tímabils. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Ingibjörg Jónsdóttir, mætir á fundinn og fer yfir rekstraryfirlitið.  Rekstur er almennt í samræmi við áætlun ársins.

Samþykkt að taka á dagskrá:

7.        1908010 Fundarboð aðalfundar Félagsheimilis á Hvammstanga sem haldinn verður 26. ágúst nk.  Skv. fundarboði á Húnaþing vestra á 4 fulltrúa á fundinum.  Byggðarráð samþykkir að fulltrúar Húnaþings vestra á fundinum verði Þorleifur Karl Eggertsson, Friðrik Már Sigurðsson, Magnús Magnússon og Sigríður Ólafsdóttir.

8.        1908011 Ábending frá Þóreyju Eddu Elísdóttur vegna frágangs gangstétta þar sem beðið er um að aðgengi fyrir alla verði haft í huga þegar gengið er frá gangstéttum eftir framkvæmdir við hitaveitu og ljósleiðara á Hvammstanga.  Byggðarráð þakkar ábendinguna.

9.        Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri grunnskólans kemur inn á fundinn og greinir frá að samningur um þrif er runninn út og að skoða þarf með hvaða hætti verður samið um þrif. 

10.    1908005 Lagður fram til kynningar ársreikningur félagsheimilisins Ásbyrgis vegna ársins 2018.

11.    1908012 Lögð fram til kynningar ársskýrsla íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir árið 2018.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 16:09

Var efnið á síðunni hjálplegt?