1077. fundur

1077. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað, Friðrik Már Sigurðsson, varaformaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. 2102022 Lagt fram tölvubréf frá Þorbjörgu Valdimarsdóttur dags. 10. febrúar sl. þar sem hún óskar eftir framlengingu á launalausu leyfi um eitt ár, þ.e. til 1. ágúst 2022. Með vísan í reglur um veitingu á launalausu leyfi hjá Húnaþingi vestra óskar byggðarráð eftir rökstuðningi með umsókn um framlengingu.
2. 2102021 Lagt fram tölvubréf frá Eiríki Steinarssyni dags. 10. febrúar sl. þar sem hann óskar eftir framlengingu á launalausu leyfi um eitt þar, þ.e. til ágúst 2022. Með vísan í reglur um veitingu á launalausu leyfi hjá Húnaþingi vestra óskar byggðarráð eftir rökstuðningi með umsókn um framlengingu á launalausu leyfi.
3. 2102017 Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni um breytingu á umferðahraðamörkum á Miðfjarðarvegi 704 sunnan Laugarbakka. Vegagerðin hefur orðið við beiðni sveitarfélagsins um að færa núverandi hámarkshraðamörk suður fyrir tengingu að Hótel Laugarbakka. Um er að ræða tilfærslu á 50 km/klst. hámarkshraða 435 m sunnar ásamt því að færa þéttbýlishlið til suðurs um sömu vegalengd. Breytingarnar verða framkvæmdar í sumar. Byggðarráð þakkar Vegagerðinni fyrir jákvæð viðbrögð við beiðni sveitarfélagsins.
4. 2102019 Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboði í stjórn sjóðsins.
5. Björn Bjarnason rekstrarstjóri og Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri mæta til fundar.
Á 1072. fundi byggðarráðs var rekstrarstjóra og sveitarstjóra falið að fara yfir framkvæmd þrifa hjá stofnunum sveitarfélagsins og kynna fyrir byggðarráði þar sem Þvottahúsið Perlan sagði upp samningi vegna ræstingar í Nestúni, sameignar Hvammstangabrautar 41 sem og Norðurbrautar 13.
Rekstrarstjóri og sveitarstjóri fóru yfir fyrirkomulag ræstinga í stofnunum sveitarfélagsins. Í framhaldi þeirri yfirferð felur byggðarráð rekstrarstjóra og sveitarstjóra að endurskoða fyrirkomulag þrifa í samræmi við umræður á fundinum.

Björn Bjarnason rekstrarstjóri kynnti matsgerð brunatjóns Félagsheimilis Hvammstanga. Björn Bjarnason og Ína Ársælsdóttir umhverfisstjóri kynntu tillögu að fyrsta hluta hönnunar lóðar við grunnskólann. Byggðarráð þakkar kynninguna og gerir ekki athugasemdir við hönnunina. Byggðarráð felur Birni og Ínu að vinna verkefnið áfram. Miðað er við að framkvæmdin verði boðin út fyrir vorið.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:48

Var efnið á síðunni hjálplegt?