1076. fundur

1076. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 8. febrúar 2021 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, varaformaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:
1. Drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Fyrir fundinum lágu drög að samingi. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög og vísar þeim til sveitarstjórnar.
2. Fundargerð 63. fundar stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
4. Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri kemur til fundar. Ína fór yfir drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis.

Bætt á dagskrá:

5. Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 22. janúar sl. þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um jarðalög, 375. mál. Sveitarstjóra falið að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
6. Lagðar fram til kynningar niðurstöður vinnufundar SSNV og sveitarstjórnar Fjárfestingar í Húnaþingi vestra sem haldinn var 28. janúar sl. þar sem sátu fulltrúar sveitarstjórnar og atvinnulífs.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:19

Var efnið á síðunni hjálplegt?