1075. fundur

1075. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 1. febrúar 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, varaformaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.
Afgreiðslur:
1. Umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. desember 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál. Umsagnarfrestur er til 1. febrúar 2021.
Byggðarráð Húnaþings vestra leggst gegn samþykkt frumvarpsins. Um afstöðu sveitarfélagsins er vísað til fyrri athugasemda vegna málsins, síðast með sameiginlegri umsögn fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þá gagnrýnir byggðarráð að frumvarpið geri sem fyrr ráð fyrir stofnun þjóðgarðs án samþykkis hlutaðeigandi sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um málið og felur sveitarstjóra að fylgja eftir afstöðu byggðarráðs gagnvart Alþingi. 
2. 2101042 Lagt fram boð á XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 26. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík ef aðstæður leyfa að öðrum kosti verður það rafrænt sama dag.  
3. Viðauki við fjárhagsáætlun 2021, nr.1.  Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 20.000.000.
Lögð er fram eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2021. 
Lindarvegur 3, parhús fastanúmer 251-1362 kr.  39.900.000
Hluti af söluverðmæti eigna kr. -19.900.000
Samtals breyting: kr.  20.000.000
Viðaukinn leiðir til lántöku að fjárhæð kr. 20.000.000.
Viðaukinn er í samræmi við bókun sveitarstjórnar á 335. fundi. 
Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka með þremur atkvæðum og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.  
4. Stöðuskýrsla nr. 10. Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.
5. Björn Bjarnason rekstrarstjóri og Benedikt Rafnsson veitustjóri komu til fundar.   Björn fór yfir stöðu á framkvæmdum við grunnskólann. Vinna innanhúss við rafmagn, pípulagnir og loftræstingu er að hefjast. 
Benedikt fór yfir stöðuna á vatnsveitunni en síðastliðna viku fór vatnshæðin í kaldavatnstanki fyrir Hvammstanga lækkandi. Ástæður fyrir þessari lækkun er að minna vatn kemur frá Grákollulind og virðist vera óvenjumikil kaldavatnsnotkun. Til að sporna við frekari lækkun vatnshæðar í tankinum var rennslið minnkað sem hefur leitt til þess að vatnshæð er komin í eðlilegt horf.  Íbúar eru hvattir til að fara áfram sparlega með kalda vatnið. Á heimasíðu sveitarfélagsins má finna sparnaðarráð frá veitustjóra. Benedikt gerði einnig grein fyrir því að notkun á heitu vatni hafi aukist mikið í kuldakastinu, sem hefur haft áhrif á notendur á Hvammstanga. Til að mæta aukinni heitavatnsnotkun var hitastig í sundlauginni lækkað. Ef kuldatíðin heldur áfram gæti komið til þess að sundlauginni yrði lokað tímabundið. Gert er ráð fyrir að heitir pottar verði opnir. Veitustjóra falið að ræða við forstöðumann Íþróttamiðstöðvar vegna þessa.  Í yfirferð veitustjóra kom einnig fram að vandamál hafi komið upp í hitaveitu á Reykjatanga vegna kuldatíðar og hefur það verið leyst.  Byggðarráð þakkar Birni og Benedikt fyrir greinargóða yfirferð.
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:01.
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?