Afgreiðslur:
- Félagsheimilið Ásbyrgi, ársreikningur 2020, lagður fram til kynningar.
- Félagsheimilið Víðihlíð, ársreikningur 2019, lagður fram til kynningar.
- Fundargerð 62. fundar stjórnar SSNV, lögð fram til kynningar.
Bætt á dagskrá
4. Brunavarnir Húnaþings vestra. Umsóknarfrestur um starf slökkviliðsstjóra rann út 20. janúar sl. Ein umsókn barst frá Jóhannesi Kára Bragasyni en sl. ár hefur hann sinnt störfum slökkviliðsstjóra í leyfi Péturs Arnarssonar. Sveitarstjóra og formanni byggðarráðs falið að ganga til samninga við Jóhannes Kára Bragason.
5. Almenningssamgöngur. Lögð var fram tillaga að bókun.
"Undanfarin misseri hefur töluverður misbrestur verið á þjónustu Strætó bs. við íbúa Húnaþings vestra, auk þess sem þjónusta hefur verið skert á svæðinu. Mikilvægt er fyrir íbúa að almenningsamgöngur sé raunverulegur valkostur. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar og Strætó bs."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:47