1071. fundur

1071. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 14. desember 2020 kl. 13:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, varaformaður, Magnús Magnússon, aðalmaður sat fundinn gegnum fjarfundabúnað.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. 2012010 Lagt fram boð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Sveitarstjóra falið að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
2. 2012024 Lagt fram bréf frá Elínu Líndal þar sem hún óskar lausnar úr veituráði. Byggðarráð þakkar Elínu fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Byggðarráð leggur til að Kolbrún Stella Indriðadóttir komi inn sem aðalmaður í veituráð og Ingveldur Ása Konráðsdóttir verði varamaður í hennar stað. Gunnar Þorgeirsson varaformaður verður formaður ráðsins og Gunnar Örn Jakobsson verði varaformaður.
3. 2012004 Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2020-2021. Í hlut sveitarfélagsins koma 70 tonn.
4. Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um verkefnastyrki sem veittir eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Húnaþing vestra fékk úthlutað 7,2 milljónum króna í verkefnið „Hitaveita í Hrútafirði, mat á jarðhitasvæði og hugsanleg stækkun hitaveitu“. Byggðarráð þakkar veittan styrk í verkefnið.
5. Lagt fram bréf frá Orkustofnun, vegna orkuskipta 2020, þar sem tilkynnt er að sveitarfélagið hafi fengið 5 milljóna króna styrk til uppsetningar hraðhleðslustöðvar á Hvammstanga. Byggðarráð þakkar veittan styrk í verkefnið.
6. Lögð fram til kynningar fundargerð 61. fundar stjórnar SSNV.
7. Lagt fram til kynningar bréf frá Hagstofunni þar sem kemur fram að Hagstofan undirbýr nú töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021. Kallað verður eftir upplýsingum úr Húnaþingi vestra í upphafi næsta árs.
8. Tilnefning í starfshóp. Byggðarráð leggur til að skipaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að rýna teikningar að fjölnota rými sem m.a. er ætlað fyrir fólk með sértækar þarfir og aðstöðu fyrir keppnislið. Rýmið sem um ræðir er gamla ræktin í íþróttamiðstöðinni. Einnig verður hópnum falið að koma með hugmyndir að framtíðarskipulagi útisvæðis við sundlaug. Starfshópnum verður falið að kalla eftir samráði við hagaðila og starfa samkvæmt erindisbréfi sem sveitarstjórn setur hópnum.
Byggðarráð leggur til að Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Magnús V. Eðvaldsson, Björn Bjarnason rekstrarstjóri og Tanja Ennigarð forstöðumaður íþróttamiðstöðvar skipi hópinn.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:37

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?