1055. fundur

1055. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 7. september 2020 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, varaformaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, varamaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.
 
1. Fundargerð 177. og 178.  fundar landbúnaðarráðs frá 12. ágúst sl. og 24. ágúst sl. 
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar með 3 atkvæðum.
2. Fundargerð 211. fundar fræðsluráðs frá 26. ágúst sl.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
3. Fundargerð fjallskilastjórnar Víðdælinga frá 21. ágúst sl. lögð fram til kynningar. 
4. Fundargerð fjallskilastjórnar Miðfirðinga frá 30. ágúst sl. lögð fram til kynningar. 
5. Fundargerð 215. fundar félagsmálaráðs frá 2. september sl. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
6. Lagður fram til kynningar ársreikningur Reykjatanga ehf. fyrir árið 2019 og starfsskýrsla sama árs.  
7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. Fundargerð 58. fundar stjórnar SSNV frá 1. september sl. 
b. Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. ágúst sl. 
 
8. Lagt fram bréf frá Tónlistarskólanum á Akureyri dagsett 20. ágúst sl. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms nemanda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Byggðarráð samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. greinar reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda frá árinu 2011.
9. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 nr. 4.  Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 69.700.000.-  
 
Lögð er fram eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2020. 
00 Skatttekjur lækka um              kr. 60.000.000
02 Félagsþjónusta kostnaður hækkar um kr.   8.300.000
04 Fræðslumál tekjur leikskóla lækka um kr.   1.500.000
05 Menningarmál, Félagsheimili Hvammstanga kr.  -6.000.000
06 Æskulýðs- og íþróttamál, lækkaðar tekjur Íþróttamiðstöðvar kr.   1.700.000
08 Hreinlætismál. Sorphirða lækkar um kr.  -6.000.000
10 Umferðar- og samgöngumál, snjómokstur og hálkuvarnir hækka um kr.    5.500.000
21 Sameiginlegur kostnaður, endurskoðun hækkar um kr.      700.000
31 Eignasjóður,  Félagsheimilið Hvammstanga, rekstur eignar kr.    4.000.000
                                                                                  Samtals breyting:    kr. 69.700.000
Viðauki þessi er fyrst og fremst lagður fram vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur á rekstur sveitarfélagsins bæði til lækkunar tekna og aukins kostnaðar. Einnig hefur snjóþungur vetur orðið til þessa að hækka þarf áætlun vegna snjómoksturs og hálkuvarna.  Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar var Félagsheimilið Hvammstanga tekið inn í rekstur sveitarfélagsins, rauntölur ársins 2019 hafa verið færðar inn í áætlunina og því breytast einnig afskriftir og fjármagnskostnaður. 
Kostnaður viðaukans verði mætt með lækkun á handbæru fé um kr. 69.700.000.-
Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka með þremur atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. 
 
10. Lagðar fram til kynningar helstu niðurstöður starfshóps um fjármál sveitarfélaga þar sem annars vegar safnað var saman upplýsingum um fjárhagsáætlanir og fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár og hins vegar safnað upplýsingum um einstaka þætti sem ljóst þykir að muni hafa mikil áhrif á afkomu sveitarfélaganna á komandi mánuðum og misserum.
 
11. Björn Bjarnason rekstrarstjóri kom til fundar. Björn fór yfir stöðu framkvæmda við Grunnskóla Húnaþings vestra. Björn kynnti tillögu að útboðum á þeim verkþáttum sem eftir eru; málun innanhúss, loftræsting, dúklagning, innihurðir, innréttingar og lóðafrágangur. Björn lagði til að samið verði um önnur verk á föstum einingaverðum. Byggðaráð felur rekstrastjóra að undirbúa útboð vegna fyrirhugaðra framkvæmda á næsta ári og samninga um önnur verk.
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:11
Var efnið á síðunni hjálplegt?