1049. fundur

1049. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 6. júlí 2020 kl. 14:00 Í fundarsal ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

  1.       Fundargerð félagsmálaráðs, formaður kynnti.
    Fundargerð 214. fundar félagsmálaráðs frá 1. júlí sl.  Fundargerð í 4 liðum.
    Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  2.       Fundargerð veituráðs, formaður kynnti.
    Fundargerð 22. fundar veituráðs frá 30. júní sl.  Fundargerð í 5 liðum.
    1. dagskrárliður:  Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við Tengir ehf. um lagningu ljósleiðara á Vatnsnesi og felur sveitarstjóra, veitustjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði sem þessar breytingar hafa í för með sér.
    5. dagskrárliður: Byggðarráð tekur undir bókun veituráðs og þakkar Þorsteini vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
    Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.  
  3.       Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, formaður kynnti.
    Fundargerð 322. fundar skipulags- og umhverfisráðs, frá 2. júlí sl.  Fundargerð í 3 liðum.
    1. dagskrárliður 2006027 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
    2. dagskrárliður 2006055 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
    3. dagskrárliður 2007001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.  
  4.       Fundargerð ungmennaráðs, formaður kynnti.
    Fundargerð 60. fundar ungmennaráðs frá 2. júlí sl.  Fundargerð í 2 liðum.
    Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum. 
  5.       2005049 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar  Veiðifélags Víðidalsár, sem haldinn var í Víðihlíð 8. júní 2020.
  6.       2007011 Lagt fram erindi frá SSNV dags. 2. júlí sl. vegna fyrirhugaðs ársþings sem haldið verður á Hótel Laugarbakka 23. og 24. október 2020.  Fulltrúum  Húnaþings vestra hefur fjölgað um einn frá fyrra ári.  Lögð fram tillaga um skipan fulltrúa á ársþing SSNV.

Aðalmenn: Þorleifur Karl Eggertsson, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Magnús Magnússon og Sigríður Ólafsdóttir.

Varamenn: Ingimar Sigurðsson, Valdimar Gunnlaugsson, Sigríður Elva Ársælsdóttir, Magnús Eðvaldsson og Þórey Edda Elísdóttir.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.    

     7.      Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands ísl. sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlunar 2021-2024.   

     8.      Mannauðsstefna Húnaþings vestra.

Fyrir fundinum lágu drög að mannauðsstefnu Húnaþings vestra.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög, sem taka gildi við samþykkt þessa og á sama tíma fellur úr gildi starfsmannastefna Húnaþings vestra frá  17. janúar 2013. 

     9.      2006050 Lagt fram bréf frá Hesteigendafélaginu á Hvammstanga dags. 26. júní s.l. þar sem óskað er eftir viðræðum um endurnýjun samnings um beitarafnot og frekari nýtingu á öðru landi sveitarfélagsins.  Sveitarstjóra og rekstrarstjóra falið að vinna að undirbúningi nýs samnings.  Öðrum óskum sem koma fram í bréfinu s.s. brú yfir Hvammsá, lýsing, merkingar o.fl. er vísað til skoðunar við fjárhagsáætlunargerð næsta árs. 

 

Bætt á dagskrá:

 

     10.  2007013 Lagt fram erindi frá Tönju M. Ennigarð fyrir hönd ungmennaráðs þar sem óskað er eftir að fá að nýta kr. 150.000 af því fjármagni sem ráðið hefur til ráðstöfunar til að styrkja dansviðburð ætlaðan unglingum í 7.-10. bekk á Eldi í Húnaþingi 2020.

Byggðarráð samþykkir erindið með 3 atkvæðum.

     11.  Opinber störf á landsbyggðinni. Á 919. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 16. júní 2020 fagnaði byggðarráð ákvörðun félags- og barnamálaráðherra um fjölgun starfa hjá brunamálasviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Sauðárkróki, enda slíkt  í anda stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.

Byggðarráð Húnaþings vestra telur afar brýnt að fjölga enn frekar opinberum störfum í landshlutanum og hvetur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur til að fylgja áfram eftir í verki eigin samþykkt þar um.
Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni er sveitarfélögum þýðingarmikið og mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytileika atvinnulífs. Sveitarfélög á landsbyggðinni eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnishæfni og skapar tækifæri til vaxtar og framþróunar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 15:12

Var efnið á síðunni hjálplegt?