1034. fundur

1034. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 24. febrúar 2020 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, varamaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.      Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 5. febrúar sl.
  2.      Félagsheimilið Hvammstanga. Lögð var fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Hvammstanga.  Gjaldskrárliðir eru sameinaðir en ekki er um gjaldskrárhækkun að ræða. Bætt er við heimild um afsláttarkjör vegna verkefna í  samfélagsþágu.  Gjaldskráin borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum.  Sveitarstjóra falið að birta gjaldskrána á heimasíðu sveitarfélagsins.

Lögð voru fram drög að starfslýsingu húsvarðar. Starfslýsingin borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum.  Sveitarstjóra falið að auglýsa starf húsvarðar.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 10:56

Var efnið á síðunni hjálplegt?