1033. fundur

1033. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 17. febrúar 2020 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.      2002003 Brunavarnir Húnaþing vestra, nýr tankbíll. Alvarleg bilun varð á tankbíl Brunavarna Húnaþings vestra í óveðrinu í desember við hreinsun á tengivirki Landsnets í Hrútatungu. Við skoðun kom í ljós að viðgerð á bílnum svarar ekki kostnaði. Á 1027. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra í samráði við rekstrarstjóra falið að kanna kostnað við endurnýjun á tankbíl fyrir Brunavarnir Húnaþings vestra. Fyrir fundinum lá minnisblað og tillaga um kaup á tankbíl. Byggðarráð samþykkir að nýta fjármagn á fjárhagsáætlun 2020 sem ætlað var til endurnýjunar á bifreið fyrir félagsþjónustu til kaupa á tankbíl fyrir Brunavarnir Húnaþings vestra.  Þessi breyting hefur ekki áhrif á heildarniðurstöður fjárhagsáætlunar 2020. Sveitarstjóra falið að leggja viðauka fyrir næsta reglulega fund sveitarstjórnar.

   2.     2002018 Erindi frá Gísla Jóni Magnússyni vegna niðurfellingar Brandagilsvegar af vegaskrá. Byggðarráð bendir á að ekki er um að ræða veginn yfir Hrútafjarðaháls frá Brandagili að Húki í Vesturárdal. Sá vegur sem felldur var af vegaskrá er héraðsvegur nr. 7011-01 sem liggur frá þjóðvegi 1 að lögbýlinu Brandagili. Vegagerðin fellir niður veginn á þeirri forsendu að ekki er lengur föst búseta á jörðinni. Samkvæmt vegalögum eru héraðsvegir þeir vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis sem ákveðnir eru á staðfestu skipulagi og taldir eru upp í vegaskrá.

 3.      2002013 Fyrir fundinum lá bókun frá Nautgriparæktarfélagi Vestur-Húnavatnssýslu. „Aðalfundur NFVH haldinn á Hótel Laugarbakka mánudaginn 10. febrúar 2020 skorar á Sveitastjórn Húnaþings vestra að sinna lögbundinni skyldu sinni þegar kemur að förgun dýrahræja. Úrræðaleysið þegar kemur að förgun dýrahræja í sveitarfélaginu er algert og bændur því tilneyddir að urða hræ heima á bæjunum, sem er ólöglegt.“  Byggðarráð bendir á bókanir frá 158. og 159. fundi landbúnaðarráðs frá 21. mars 2018 og 11. apríl 2018. Byggðarráð vísar erindinu til umhverfissviðs Húnaþings vestra.

 4.      2002020 Viðbygging við Grunnskóla Húnaþings vestra útboð á jarðvinnu. Að undangengnu forvali var boðin út jarðvinna vegna fyrirhugaðra framkvæmda við ofangreint verk. Fjórum aðilum var boðið að taka þátt í lokuðu útboði sem opnað var 11. febrúar 2020. Kostnaðaráætlun framkvæmdar hljóðar upp á kr. 24.144.500-. Alls bárust fjögur tilboð í verkið, þrjú tilboð voru undir kostnaðaráætlun en eitt tilboð yfir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið er frá Gunnlaugi Agnari Sigurðssyni kr. 16.365.709.- Byggðarráð felur rekstrarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Gunnlaug Agnar Sigurðsson á grundvelli tilboðs hans í verkið: Grunnskóli Húnaþings vestra, viðbygging – Aðstaða, jarðvinna og lagnir í jörð.

 5.      2002019 Ráðning slökkviliðsstjóra. Sveitarstjóri segir frá því að Jóhannes Kári Bragason hafi verið ráðinn slökkviliðstjóri Brunavarna Húnaþings vesta frá 1. mars nk. til eins árs vegna leyfis Péturs Arnarssonar slökkviliðsstjóra.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 10:14

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?