1032. fundur

1032. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 10. febrúar 2020 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.       2002009 Lögð fram til kynningar fundargerð 52. fundar stjórnar SSNV frá 4. febrúar sl.
  2.      2002003 Lögð fram til kynningar fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. janúar sl.
  3.     2002007  Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 22. janúar sl.
  4.     2002004 Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar frá embætti landlæknis til framlínustafsmanna í atvinnulífinu vegna sýkingar af völdum nýrrar kórónaveiru.
  5.    Jóhann Albertsson, Þorsteinn Guðmundsson og Ingibjörg Auðunsdóttir fulltrúar í fræðsluráði komu til fundar.  Rætt var um endurnýjun á samningi við Reykjatanga ehf. um rekstur skólabúða. Fræðsluráð leggur áherslu á að faglegt starf verði tryggt í nýjum samningi.

 

Samþykkt að taka á dagskrá.

 6.      Erindi frá Landsnet þar sem óskað er eftir að Húnaþing vestra tilnefni tvo fulltrúa í samráðshóp Landsnets, Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps og Dalabyggðar til að yfirfara frumforsendur fyrir vali lagnaleiða og staðsetningu flutningsvirkja í tengslum við nýja kynslóð byggðalínu í landshlutanum. Byggðarráð tilnefnir Þorleif Karl Eggertsson og  Magnús Magnússon, til vara sveitarstjóra.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 10:32

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?