1025. fundargerð

1025. fundargerð byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 16. desember 2019 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:
1. 1912028 Lagt fram bréf frá Vegagerð ríkisins þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu Brandagilsvegar af vegaskrá.
2. 1911039 Lögð fram til kynningar fundargerð 417. fundar Hafnasambands Íslands frá 18. nóvember sl.
3. 1911042 Lögð fram til kynningar fundargerð 49. fundar stjórnar SSNV frá 5. nóvember sl.
4. 1912011 Lögð fram til kynningar fundargerð 876. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 29. nóvember sl.
5. 1912025 Lagt fram bréf frá ungmennaráði þar sem óskað er eftir að nýta allt að 350 þ. kr. af því fjármagni sem ungmennaráð hefur til afnota skv. fjárhagsáætlun 2019 til að styrkja fyrirlestrarröð Antons Scheel Birgissonar um heilbrigðan lífsstíl og lýðheilsu. Í fyrirlestrunum verður m.a. fjallað um geðheilsu, næringu, hreyfingu, teymisvinnu, markmiðasetningu og forvarnir. Byggðarráð samþykkir beiðni ungmennaráðs um að nýta allt að 350 þ. kr. af ráðstöfunarfé ráðsins fyrir árið 2019 til fyrirlestraraðarinnar.
6. 1912023 Lögð fram styrkbeiðni frá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi fyrir árið 2020. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
7. Ársleyfi slökkviliðsstjóra. Pétur Arnarsson hefur óskað eftir ársleyfi frá störfum sínum sem slökkviliðsstjóri. Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa starf slökkviliðsstjóra til eins árs og að kanna möguleika á að samþætta starfið við aðra þjónustu sveitarfélagsins.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl: 14:58

Var efnið á síðunni hjálplegt?