1016. fundur

1016. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 14. október 2019 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

 

  1.      1909078 Tilkynning frá Vegagerðinni  um niðurfellingu hluta Núpsdalsvegar nr. 703-01 af vegaskrá.
  2.   1909074 Ársreikningur Húnasjóðs, lagður fram til kynningar.
  3. 1910020 Bréf frá fræðsluráði dagsett 3.10.2019 þar sem koma fram ábendingar varðandi erindisbréf fræðsluráðs. Vinna við endurskoðun og uppfærslu erindisbréfa, samþykkta og reglugerða sveitarstjórnar stendur yfir og er ekki lokið.  Fræðsluráð mun eins og önnur ráð fá til umsagnar þær reglur og samþykktir sem undir ráðið heyra þegar uppfærð gögn liggja fyrir.
  4.  Húsnæðisáætlun fyrir Húnaþing vestra

Fyrr á árinu fór fram undirbúningsvinna við gerð húsnæðisáætlunar fyrir Húnaþings vestra. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kalla eftir tilboðum til að ljúka við gerð húsnæðisáætlunar.

5.       1910012 Fundargerð 48. fundar stjórnar SSNV frá 24. september lögð fram til kynningar.

6.      1910011 Fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga  frá 27. september sl. lögð fram til kynningar.

7.      1909073 Bréf frá Tré lífsins vegna Minningagarða lagt fram til kynningar.

8.      Bréf frá Íslenska sjávarklasanum. Blái herinn, Plokk á Íslandi og Íslenski sjávarklasinn hafa tekið höndum saman um að hvetja sveitarfélög og landsmenn alla til þess að loka betur ruslatunnum. Byggðarráð vísar bréfinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.

9.      Björn Bjarnason, Þorsteinn Sigurjónsson og Ína Ársælsdóttir koma til fundar.

Byggðarráð þakkar Birni, Þorsteini og Ínu fyrir greinargóða yfirferð á starfssemi Umhverfissviðs.

 

Samþykkt að taka á dagskrá:

 

 10.  1910001 Fundargerð 17. aðalfundar Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands frá 20. september sl. lögð fram til kynningar.

11.  1910017 Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu 2019.  Hlutdeild sveitarfélagsins í Sameignarsjóði EBÍ er 0.953% og greiðsla ársins er kr. 476.500.-

12.  Lagt fram til kynningar bréf frá Uppbyggingu ehf. þar sem umsókn um lóðina Höfðabraut 28 er dregin til baka.

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 10:36

Var efnið á síðunni hjálplegt?