1006. fundur

1006. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 15. júlí 2019 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

 

1.      Lögð fram fundargerð 311. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 4. júlí sl.

Fundargerð í 11 liðum.
Dagskrárliður 1 nr. 1905058 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 nr. 1906022 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 nr. 1906024 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 nr. 1703013 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 nr. 1903002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 6 nr. 1906038 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 7 nr. 1907004 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 8 nr. 1907005 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 9 nr. 1903006.  Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun: „Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkir að tillaga að deiliskipulagi skólasvæðisins á Hvammstanga verði auglýst og felur skipulagsfulltrúa málsmeðferð eins og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.“ Tillagan borinn undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum. 
Dagskrárliður 10 nr. 1903006.  Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun: „Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar á Hvammstanga til samræmis við nýtt deiliskipulag skólasvæðisins á Hvammstanga verði auglýst samhliða og felur skipulagsfulltrúa málsmeðferð eins og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 11 nr. 1905013 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Fundargerðin  í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

2.      Lögð fram fundargerð 169. fundar landbúnaðarráðs dags. 3. júlí sl.

Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

3.      1907013 Styrkbeiðni frá Blakdeild Kormáks dags. 3. júlí sl. þar sem beðið er um styrk til afnota af íþróttahúsinu á Hvammstanga vegna Íslandsmóts 4.  og 6. deildar í blaki veturinn 2019 – 2020.  Fyrra mótið fer fram helgina 12. og 13. október nk. og seinna mótið fer fram helgina 21. – 22. mars nk.  Um er að ræða 108 keppendur hvora helgi. Auk þess er beðið um styrk til að halda keppnina Meistarar meistaranna helgina 14. og 15. september nk. Um er að ræða 48 keppendur. 
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun „Byggðarráð samþykkir að styrkja blakdeildina um sem nemur afnot af íþróttasal vegna Íslandsmóts 4. deildar í blaki helgina 12. og 13. október nk..  Nánari útfærsla skal vera í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðvar.  Erindi vegna Íslandsmóts 6. deildar helgina 21. og 22. mars nk. er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020.  Ákvörðun um styrk vegna keppninnar Meistarar meistaranna er frestað.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.  

4.      1907017 Lagt fram til kynningar fundarboð á kynningarfund þverpólitískrar nefndar um þjóðgarð á miðhálendinu sem haldinn verður í Logalandi þann 12. ágúst nk. kl. 20:00.  Fram kemur að fundurinn er öllum opinn. 

5.      1904042 Tilboð í skólaakstur 2019/2020 – 2022/2023, leið 4.  Lögð fram og yfirfarin tilboð sem bárust í skólaakstur, leið 4, fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárin 2019/2020 til 2022/2023.
Byggðarráð samþykkir að taka lægsta tilboði í leið 4 frá Ara Guðmundi Guðmundssyni, 231,5 kr./km. 
Í samræmi við ofangreint samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að tilkynna hlutaðeigandi ofangreindar afgreiðslu með formlegum hætti.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 15:28

Var efnið á síðunni hjálplegt?