1003. fundur

1003. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 5. júní 2019 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Þorleifur Karl Eggertsson, varamaður, og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1.       1906008 Lagðar fram styrkumsóknir í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra.  Fjórar umsóknir bárust. 

Ákveðið að fresta úthlutun fram að næsta sveitarstjórnarfundi, 11. júní nk.

2.      1906001 Lagt fram erindi frá flug Flugklasanum Ari 66N sem er í umsjón Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við verkefnið með fjárframlagi árin 2020-2023.  Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

3.      1904042 Tilboð í skólaakstur 2019/2020 – 2022/2023, leið 4 og 5 (áður á dagskrá 1002. fundar).  Byggðarráð samþykkir að tilboðum í leið 4 og 5 verði vísað til skoðunar sveitarstjóra og lögfræðings sveitarfélagsins.

4.      1906009 Lögð fram til kynningar fundargerð 871. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. maí sl. 

5.      1906007 Lagt fram erindi frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um tilraunaverkefni á fjölskyldusviði vegna skólaforðunar þar sem óskað er eftir tímabundnu 100% stöðugildi til eins árs, frá 15. ágúst nk.  Byggðarráð samþykkir beiðnina og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera viðauka við fjárhagsáætlun.  

 

Samþykkt að taka á dagskrá:

 

6.      1905084 Erindi frá ungmennaráði dags. 20. maí sl.  um heimild til að nýta allt að kr. 50.000 af ráðstöfunarfé ungmennaráðs skv. fjárhagsáætlun 2019 til að styrkja vorferð dreifnáms Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Hvammstanga eftir próflok, að Bakkaflöt.  Í erindi ungmennaráðs kemur fram að nemendur hafi verið í fjáröflun um veturinn en hún hafi ekki dugað til þess að greiða ferðina. Vorferðin er mikilvægur þáttur í félagslífi nemenda í dreifnámi og afar mikilvægt að allir eigi kost á að fara í ferðina.  Byggðarráð samþykkir beiðnina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 17:26

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?