67. fundur

67. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn fimmtudaginn 23. september 2021 kl. 11:00 Ráðhúsi.

Starfsmenn

Þorgils Magnússon byggingarfulltrúi

Jóhannes Kári Bragason slökkviliðsstjóri

Skúli Húnn Hilmarsson starfsmaður byggingarfulltrúa

Fundargerð ritaði: Skúli Húnn Hilmarsson

1. Eyrarland 1, breyting á innra skipulagi mhl. 0205.
Erindi nr. 2106007. Bjarni Þór Einarsson, f.h. Handbendi Brúðuleikhús ehf. kt. 610317-2190, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á Eyrarlandi 1. Sótt er um að breyta innra skipulagi á rými 0205, koma fyrir flóttaleið á austurhlið og uppsetningu á palli við suðurgafl hússins samkvæmt uppfærðum uppdráttum dags. 21.09.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir aðaluppdrættina, með athugasemdum.
Jóhannes Kári Bragason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

2. Stóra-Ásgeirsá, gistihús.
Erindi nr. 2108036. Magnús Ásgeir Elíasson, kt. 180384-2199, sækir um byggingarleyfi fyrir gistihúsum á Stóru-Ásgeirsá lóð lnr.200590 samkvæmt innlögðum uppdráttum frá Vigfúsi Halldórssyni, kt. 100760-5849.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað. Graftrarleyfi samþykkt þegar viðeigandi gögn hafa borist.


Fundi slitið – kl. 12:15

Var efnið á síðunni hjálplegt?