66. fundur

66. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn fimmtudaginn 15. júlí 2021 kl. 10:00 Ráðhúsi.

Starfsmenn

Þorgils Magnússon byggingarfulltrúi.

Skúli Húnn Hilmarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.

Jóhannes Kári Bragason slökkviliðsstjóri

Fundargerð ritaði: Skúli Húnn Hilmarsson

1. Hrútatunga Rofahús, nýbygging.
Erindi nr. 2104053. Mannvit, kt. 430572-0169, sækir fyrir hönd Landnets, kt. 580804-2410, þann 13.04.2021, um leyfi til að byggja tengivirkisbygginu á lóð sinni Hrútatungu lóð, L180672. Innkomnir uppfærðir aðaluppdrættir. Á lóðinni er nú spennistöð, mhl 01.
Byggingarfulltrúi samþykkir aðaluppdrætti.
2. Eyrarland 1, breyting á innra skipulagi, flóttaleiðum og uppsetning palls.
Erindi nr. 2106007. Bjarni Þór Einarsson, f.h. Handbendi Brúðuleikhús ehf. kt. 610317-2190, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á Eyrarlandi 1. Sótt er um að breyta innra skipulagi á rými 0205, koma fyrir flóttaleið á austurhlið og uppsetningu á palli við suðurgafl hússins samkvæmt innlögðum uppdráttum dags. 31.05.2021. Einnig er innlagt skriflegt samþykki eigenda Eyrarlands 1 fyrir breytingunum.
Jóhannes Kári Bragason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Byggingarfulltrúi samþykkir aðaluppdrætti með minniháttar athugasemdum.
3. Ytri-Árbakki, viðbygging.
Erindi nr. 2106027. Ingvar H. Jakobsson, kt. 150351-3759, tilkynnir um framkvæmd sem er tengibygging milli mhl. 01 og mhl. 02 á Ytri-Árbakka, lnr.144447, samkvæmt uppdráttum á rafrænu formi frá Teiknistofunni Kvarði ehf.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.
4. Tannstaðir, garðskáli.
Erindi nr. 2106045. Þorgrímur Daníelsson, kt. 070164-3889, tilkynnir um framkvæmd sem er bygging 40fm. garðskála á Tannstöðum, lnr. 144055, samkvæmt uppdrætti á rafrænum formi gerðum af Faglausn ehf.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

Var efnið á síðunni hjálplegt?