60. fundur

60. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn þriðjudaginn 13. október 2020 kl. 08:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson.

1.                 Gamli Staðarskáli, breytingar.

Erindi nr. 1908001.  Helga G. Vilmundardóttir, kt. 080379-4719, sótti fyrir hönd N1 ehf, með erindi mótteknu 1. ágúst 2019, um leyfi fyrir breytingum á (Gamla) Staðarskála L144050  mhl. 01 og 02. Breyta á innra skipulagi og bæta við gluggum á norðurhlið. Einnig verður burðarvirki lagfært og ytri klæðning endurnýjuð, timburklæðningu verður skipt út fyrir læsta álklæðningu. Innri breytingar fela í sér skipulagsbreytingar og uppsetningu nýrra veggja og rif eldri veggja.  Nýir aðaluppdrættir, af húsinu eins og það á að verða eftir breytingar, bárust 25. september s.l.. Uppdrættirnir eru yfirfarnir og stimplaðir af Guðrún Júlía Þórðardóttir brunaverkfræðingi hjá Lotu.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

2.                 Bakkatún 6, íbúðarhús.

Erindi nr. 2009068.  Alfreð Alfreðsson, kt. 010466-4079 og Unnur V. Hilmarsdóttir kt. 160673-3119, sækja með erindi mótteknu 22. september sl. um leyfi til að byggja íbúðarhús, mhl 01, á lóð sinni Bakkatúni 6, L211558 á Hvammstanga. Inn komnir 22. september sl aðaluppdrættir á rafrænu formi., eftir Jón M. Halldórsson byggingafræðing, kt. 091162-3509, sem jafnframt er hönnunarstjóri.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

 

3.                 Laxárdalur 3, fjárhús, viðbygging.

Erindi nr. 2006021.  Jóhann Ragnarsson, kt. 180770-3729, Laxárdal 3, L142211, á Ströndum, sækir um leyfi til að byggja við fjárhús mhl 10. Hönnunarstjóri er Sæmundur Víglundsson, kt. 171057-4429. Viðbyggingin er tæpir 170 m2 auk haugkjallara undir hluta hennar. Inn komnar útprentaðar 12. október 2020.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

Fundi slitið – kl. 09:20

Var efnið á síðunni hjálplegt?