59. fundur

59. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn föstudaginn 25. september 2020 kl. 08:10 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1.                 Lindarvegur 3, parhús.

Erindi nr. 2002015.  Júlíus Þór Júlíusson, kt. 160575-4339, sækir f.h. Hoffells ehf, kt. 500118-0670, um leyfi til að byggja parhús á lóð sinni Lindarvegi 3. Teknar eru fyrir teikningar mótteknar 19. ágúst 2020, eftir Sigríði Maack arkitekt, kt. 081163-4649. Breytingar eru aðallega færsla hússins 1,5 m til norðurs eftir breytingu á byggingarreit.

Byggingarfulltrúi samþykkir breyttar teikningar.

 

2.                 Grænahlíð, íbúðarhús.

Erindi nr. 2008004.  Jóhanna G. Einarsdóttir kt. 200155-2039, sækir með erindi mótteknu 20. ágúst sl. um leyfi til að byggja íbúðarhús, mhl 01, á lóðinni Grænuhlíð L230258 í Hrútafirði. Inn komnir aðaluppdrættir 18. september s.l., eftir Árna Gunnar Kristjánsson byggingatæknifræðing, kt. 231161-3849, sem jafnframt er hönnunarstjóri.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin en kallar eftir orkuramma.

 

3.                 Staðarskáli, Staður III, hleðslustöð.

Erindi nr. 2005009.  Erik Leknesund, instalation manager, fyrir Tesla kt. 620219-1260, sækir með erindi mótteknu 21. september sl. um leyfi til að setja upp hraðhleðslustöð á lóð Nýja Staðarskála, Staður III, L 215458. Því fylgir að setja upp 13 m2 spennistöð og afmarka 130 m2 stæði fyrir bíla í hleðslu. Aðstaðan verður staðsett norðvestan við veitingaskálann.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin en kallar eftir samþykki lóðarhafa.


 

 

4.                 Bakkatún 6, íbúðarhús.

Erindi nr. 2009068.  Alfreð Alfreðsson, kt. 010466-4079 og Unnur V. Hilmarsdóttir kt. 160673-3119, sækja með erindi mótteknu 22. september sl. um leyfi til að byggja íbúðarhús, mhl 01, á lóð sinni Bakkatúni 6, L211558 á Hvammstanga. Inn komnir aðaluppdrættir á rafrænu formi 22. september sl., eftir Jón M. Halldórsson byggingafræðing, kt. 091162-3509, sem jafnframt er hönnunarstjóri.

Húsið nær út fyrir byggingarreit og verður þess vegna sett á dagskrá næsta fundar skipulags- og umhverfisráðs. Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

 

5.                 Bergsstaðir í Miðfirði, fjárhús.

Erindi nr. 2007036.  Ari G.Guðmundsson kt. 070174-4999, sækir með erindi mótteknu 20. júlí sl. um leyfi til að byggja fjárhús, mhl 10, á jörð sinni Bergsstöðum í Miðfirði. Inn komnir aðaluppdrættir 18. sept. sl., eftir Sæmund Eiríksson byggingatæknifræðing, kt. 261249-2949, sem jafnframt er hönnunarstjóri.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

 

 

 

Fundi slitið – kl. 09:25

Var efnið á síðunni hjálplegt?