50. fundur

50. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2020 kl. 10:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Jóhannes Kári Bragason, slökkviliðsstjóri

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1. Grundartún 4, íbúðarhús breyting.
Erindi nr. 1808016. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir kt. 111181-5869 leggur þann 15. apríl, inn breytta aðaluppdrætti af húsi sínu Grundartúni 4. Geymsla er færð úr bílgeymslu inní íbúð. Aðaluppdrættirnir eru eftir Ingvar G. Sigurðarson, kt. 020884-3639.
Byggingarfulltrúi samþykkir breytta aðaluppdrætti.
2. Víðidalstunga 2B, viðbygging.
Erindi nr. 2004034. Guðmundur St. Sigurðsson, kt. 261253-2409, sækir með erindi mótteknu 20. apríl sl. um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið Víðidalstungu 2B, Fasteignarnúmer 2220732. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir eftir Stefán Árnason byggingafræðing, kt. 020346-4269. Stækkunin er 48,2 m2 og stærð hússins eftir stækkun verður 109,3 m2.
Byggingarfulltrúi samþykkir viðbyggingarnar en kallar eftir rafrænni skráningartöflu og lagfærðum aðaluppdráttum samkvæmt ábendingum sem sendar verða hönnuði.
3. Breiðavík 14, gámur á lóð vegna byggingarframkvæmda.
Erindi nr. 2004047. Gunnar Magnússon, kt. 060661-3409, sækir með erindi mótteknu 27.04.2020, um leyfi til að setja niður gám á lóð sinni, Breiðuvík 14, L227238, við Vesturhópsvatn. Gáminn á að nota sem geymslu vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á lóðinni.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi fyrir gáminn í eitt ár með möguleika á framlengingu. Umsækjandi skal setja niður gáminn í samráði við fulltrúa Litlu-Borgar ehf.


Fundi slitið – kl. 10:30

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?