44. fundur

44. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson, byggingarfulltrúi.

Pétur Ragnarsson, slökkviliðsstjóri.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson, byggingarfulltrúi. 

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1.                 Grundartún 17, einbýlishús.

Erindi nr. 1910049. Steinþór Kári Kárason, kt. 160867-5319, sækir fyrir hönd lóðarhafa, Guðrúnar Helgu Magnúsdóttur, kt. 150896-2319 , um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóð nr. 17 við Bakkatún. Landnúmer 211555. Húsið er einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu. Hönnunarstjóri er Steinþór Kára Kárason arkitekt. Aðaluppdrættir mótteknir 18. október sl.

Byggingarfulltrúi festar erindinu með vísan í athugasemdablað.

2.                 Kirkjuvegur 1, viðbygging við Grunnskóla Húnaþings vestra.

Erindi nr. 1910018. Björn Bjarnason, kt. 130463-2209, sækir f.h. Húnaþings vestra, kt. 540598-2829, með erindi mótteknu 8. október, um leyfi fyrir viðbyggingu, mhl 03, við Grunnskóla Húnaþings vestra. Hönnunarstjóri er Magdalena Sigvaldadóttir, kt. 260485-2459. Innkomin eftirtalin hönnunargögn þann 29.10.2019: Aðaluppdrættir, greinargerð hönnuða, brunahönnun og hljóðvistargreinargerð.

Byggingarfulltrúi festar erindinu með vísan í athugasemdablað.

3.                 Gilsbakki 8, einbýlishús.

Erindi nr. 1511038. Innkomin leiðrétt teikning af Gilsbakka 8, L144175, vegna lítilsháttar breytingar á skráningartöflu. Sendandi Helgi Hafliðason, arkitekt, kt. 020341-2979. Teikning móttekin 30.10.2019.

Byggingarfulltrúi samþykkir leiðrétta teikningu.

4.                 Tjörn, fjölnotahús.

Erindi nr. 1910070. Bjarni Þór Einarsson, kt. 310348-2449, sækir með bréfi mótteknu 30.10.2019, um tilkynnta framkvæmd, undanþegna byggingarleyfi. Um er að ræða breytingar á fjölnotahúsi, mhl 13, að Tjörn, L144579. Breytingarnar fela m.a. í sér að bæta við gluggum, framlengja þakkanta, steypa gólfplötu og einangra og klæða húsið að innan.

Byggingarfulltrúi samþykkir að um tilkynnta framkvæmd verði að ræða en kallar eftir uppfærðri skráningartöflu og séruppdráttum eftir þörfum.

 

Fundi slitið – kl. 15:00

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?