43. fundur

43. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn mánudaginn 7. október 2019 kl. 08:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnar Arnarsson slökkviliðsstjóri

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1.                 Lindarvegur 22, frístundahús.

Erindi nr. 1907042. Stefán Árnason, kt. 020346-4269, sækir fyrir hönd lóðarhafa, Lindarbýlis ehf, kt. 411117-0730 , um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð nr. 22 við Lindarveg. Landnúmer 225114. Húsið er parhús. Húsin skulu uppfylla skilyrði til heilsársbúsetu.  

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

2.                 Dæli, hesthús/bílaþjónusta.

Erindi nr. 1909023. Víglundur Gunnþórsson, kt. 170157-5599, sækir f.h. Dælis Víðdal ehf, kt. 420516-2820, með erindi dags. 5. september, um leyfi til að breyta hluta áburðarkjallara , mhl 15, í bílaþjónustu og geymslu. Þar verður lofthæð aukin að hluta yfir bílaþjónustu. Auk þess verður hlöðu, mhl 14, breytt að mestu í reiðskála en í athafnasvæði í öðrum endanum. Þar yfir verður milliloft með kaffistofu. Aðaluppdrættir eru eftir Sæmund Óskarsson, kt. 180160-3109. Innkomnar teikningar á rafrænu formi 26.09.2019.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin, en gera skal grein fyrir flóttaleið frá geymslu bakvið bílaþjónustu og fellistiga frá kaffistofu á annarri hæð, MHL 14 0103 í samráði við slökkviliðsstjóra.

 

Fundi slitið – kl. 09:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?