42. fundur

42. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn mánudaginn 9. september 2019 kl. 08:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnarsson slökkviliðsstjóri

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1.                 Neðra-Vatnshorn, vélageymsla.

Erindi nr. 1905078. Bjarni Þór Einarsson, kt. 310348-4339, sækir fyrir hönd Einars Rúnars Bragasonar, kt. 230957-5099, Neðra Vatnshorni, um leyfi til að byggja nýja vélageymslu, mhl. 19, norðan við flatgryfju mhl 11. Meðfylgjandi teikningar og skráningartafla eftir Bjarna Þór.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

2.                 Staðarskáli (gamli), gistihús.

Erindi nr. 1908001. Helga G. Vilmundardóttir, kt. 080379-4719, sækir fyrir hönd N1 ehf, kt. 411003-3370, um leyfi fyrir breytingum á (Gamla) Staðarskála L144050  mhl. 01 og 02. Breyta á innra skipulagi og bæta við gluggum á norðurhlið. Einnig verður burðarvirki lagfært og ytri klæðning endurnýjuð, timburklæðningu verður skipt út fyrir læsta álklæðningu. Innri breytingar fela í sér skipulagsbreytingar og uppsetningu nýrra veggja og rif eldri veggja.  Húsið er ekki ætlað til útleigu.

Byggingarfulltrúi kallar eftir skráningartöflu en samþykkir byggingaráformin að öðru leyti.

3.                 Lindarvegur 22, gistihús.

Erindi nr. 1907042. Stefán Árnason, kt. 020346-4269, sækir fyrir hönd lóðarhafa, Lindarbýlis ehf, kt. 411117-0730 , um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóðinni nr. 22 við Lindarveg, Landnúmer 225114. Húsið er parhús sem íbúðir standast kröfur til íbúðarhúsa. Grunnflötur er tæplega 100 m2. Vegna lögunar byggingarreita nær húsið út fyrir byggingarreit. Minnsta fjarlægð í hús á næstu lóð fyrir sunnan verður um 17,5 m.

Byggingarfulltrúi fresta erindinu með vísan í athugasemdablað.

4.                 Lindarvegur 14, einbýlishús.

Erindi nr. 1908017. Sara Ólafsdóttir, kt. 300188-2739, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð sinni Lindarvegi 14 . Innkomnar teikningar mótteknar 5.9.2019, eftir Sigríði Maack arkitekt.  Frávik er varðar hækkun gólfkóta um 15 cm hefur áður verið samþykkt af byggingarfulltrúa. Gólfkótinn verður 48,45m.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

5.                 Bakkatún 11, einbýlishús og bílgeymsla.

Erindi nr. 1810030. Valgerður Kristjánsdóttir, kt. 190865-5259, sækir f.h. Völuhúss ehf, kt. 430818-1980 með erindi dagsettu 17.10.2018, um leyfi til að byggja einbýlishús og bílskúr á lóðinni  Bakkatúni 11. Innkomnar nýjar teikningar 5. september 2019, eftir Harald S. Árnason, kt 120149-2539.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um minniháttar lagfæringar.

6.                 Dæli, hesthús/bílaþjónusta.

Erindi nr. 1909023. Víglundur Gunnþórsson, kt. 170157-5599, sækir f.h. Dælis Víðdal ehf, kt. 420516-2820, með erindi dags. 5. september, um leyfi til að breyta geymslu, mhl 15, að hluta til í og bílaþjónustu. Þar verður lofthæð aukin. Auk þess verður hlöðu, mhl 14, breytt að mestu í reiðskála en í athafnasvæði í öðrum endanum. Þar yfir verður milliloft með kaffistofu. Aðaluppdrættir eru eftir Sæmund Óskarsson, kt. 180160-3109.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

7.                 Kolugljúfur, útsýnispallur - öryggishandrið.

Erindi nr. 1802019. Ína B. Ársælsdóttir kt. 151177-4849 sækir, fyrir hönd Húnaþings vestra, um leyfi fyrir útsýnispalli með handrið við Kolugljúfur. Pallurinn verður á vesturbakka norðan brúar. Innkomnar teikningar eftir Arnar B. Ólafsson.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu og kallar eftir yfirferð burðarþolshönnuðar og vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs.

 

Fundi slitið – kl. 09:30

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?