40. fundur

40. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn miðvikudaginn 10. júlí 2019 kl. 11:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnarsson slökkviliðsstjóri

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnarsson slökkviliðsstjóri

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1. Freysvík, nýtt íbúðarhús.
Erindi nr. 1904005. Þórhallur Jónsson, kt. 161252-2559 og Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, kt. 030966-5039, sækja með erindi mótteknu 2. apríl 2019 um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús á lóð sinni, Freysvík, L208887. Málið var áður á dagskrá 39. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Innkomnar nýjar teikningar 1. júlí 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir innkomnar teikningar með fyrirvara um minni háttar lagfæringar teikninga, skráningartöflu.
2. Borgarvirki, aðkoma og aðstaða vegna ferðamanna.
Erindi nr. 1906004. Guðmundur St. Sigurðarson, kt. 201280-3389, sækir fyrir hönd Minjastofnunar Íslands, kt. 440113-0280, um byggingarleyfi fyrir gerð bílastæðis, trappa og stígs auk lagfæringa á hleðslum í og við Borgarvirki. Framkvæmdirnar verða unnar á grundvelli samþykkts deiliskipulags fyrir Borgarvirki dags. 26. apríl 2018. Stígurinn fylgir núverandi stíg í megin dráttum, en ekki alls staðar þeirri línu sem sýnd er á mynd 1. í deiliskipulagi. Þessi breyting leiðir til minna rasks og þýðir að ekki þarf að ryðja nýja leið en á stuttum kafla við bílastæði. Meðfylgjandi eru ítarlegir uppdrættir frá Teiknistofu Norðurlands, Landmótun og Eflu verkfræðistofu. Teikningar: HU1708-A01, G01-07, Stigi 100-110, Jarðvinna, yfirborðsfrágangur o.fl.: H01-7. Alls 26 að viðbættri teikningaskrá.
Byggingarfulltrúi telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi deiliskipulag og samþykkir erindið.
3. Bakkatún 11, íbúðarhús og bílskúr.
Erindi nr. 1810030. Valgerður Kristjánsdóttir, kt. 190865-5259, sækir með erindi dagsettu 17.10.2018, um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð sinni Bakkatúni 11. Innkomnar ófullgerðar teikningar 1. júlí 2019, eftir Harald Árnason, sem sýna grunnmynd, snið og útlit.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

Fundi slitið – kl. 11:40

Var efnið á síðunni hjálplegt?