37. fundur

37. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2019 kl. 10:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingafulltrúi

Pétur Arnarson slökkviðliðsstjóri

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingafulltrúi

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson byggingafulltrúi

1.                 Bakktún 10, íbúðarhús.

Erindi nr. 1904052.  Sigurður Björnsson, kt. 170451-4819, sækir með erindi mótteknu 29. apríl 2019, um byggingarleyfi fyrir einbýlishús með bílgeymslu á lóð sinni Bakkatúni 10, L211560. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af Sæmundi Óskarssyni, dagsettir 15.4.2019.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

2.                 Norðurbraut 24, ný frystigeymsla.

Erindi nr. 1902003.  Davíð Gestsson, kt. 171264-4489, sækir fyrir hönd SKVH ehf, kt. 590106-0970 með erindi mótteknu 6. febrúar 2019 um byggingarleyfi fyrir frystigeymslu sem byggð verður við norðurenda sláturhússins að Norðurbraut 24. Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af Sæmundi Óskarssyni, dags. 28.1.2019. Grenndarkynning fór fram vegna stækkunar á byggingarreit og lauk henni án athugasemda.  Niðurstaðan var staðfest á 308. fundi Skipulags- og umhverfisráðs þann 4.4.2019.

Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu aðaluppdráttanna með vísan í athugasemdablað.

 

Fundi slitið – kl. 10:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?