26. fundur

26. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn mánudaginn 10. september 2018 kl. 10:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnar Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1.        Grundartún 4, einbýlishús með bílgeymslu.

Erindi nr. 1808016. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, kt. 111181-5869, sækir með erindi mótteknu 17. ágúst, um byggingarleyfi fyrir einbýlishús með bílgeymslu á lóð sinni, Grundartúni 4, landnúmer 227186. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Ingvar Gýgjar Sigurðarson, kt. 020884-3639. Erindið áður á dagskrá 25. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.        Grundartún 6, einbýlishús með bílgeymslu.

Erindi nr. 1808017. Aldís Olga Jóhannesdóttir, kt. 240776-3409, sækir með erindi mótteknu 17. ágúst, um byggingarleyfi fyrir einbýlishús með bílgeymslu á lóð sinni, Grundartúni 6, landnúmer 227187. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Ingvar Gýgjar Sigurðarson, kt. 020884-3639. Erindið áður á dagskrá 25. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.        Fagrabrekka, breytingar á íbúðarhúsi.

Erindi nr. 1802016. Vilhelm S. Sigmundsson kt. 221167–3259 sækir með erindi dags. 1. febrúar 2018 um byggingarleyfi til að breyta nýtingu efri hæðar íbúðarhússins að Fögrubrekku í gistiheimili í flokki II(c) skv. reglugerð 1277/2016, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum nr. 213/B/111 unnum af Ásmundi H. Sturlusyni arkitekt. Málið áður á dagskrá 293. fundi Skipulags og umhverfisráðs 1. mars 2018 þar sem erindinu var frestað vegna athugasemda.

Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess með vísan í athugasemdablað.

 

 

Fundi slitið – kl. 11:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?