21. Fundur

21. Fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn föstudaginn 24. nóvember 2017 kl. 15:00 .

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnar Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs

 

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

1.        Ásbraut 4, bílskúr.

Erindi nr. 1703001.  Jóhannes Jóhannesson, kt. 011251-3319, sækir um leyfi til að byggja bílskúr áfastan við hús sitt að Ásbraut 4. Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í byggingaráformin og þar með hækkun skúrsins á 288. fundi sínum 10. október 2017. Nýjar teikningar bárust 9. nóvember sl. Á þeim kemur fram að nota eigi varmamót til uppsteypu á útveggjum.

 

Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem skila þarf jákvæðri umsögn frá lóðarhafa Ásbrautar 2, vegna ónógrar brunamótstöðu veggjar á lóðarmörkum. Útskýringarblað verður sent hönnuði.

2.        Bakkatún 8, nýtt íbúðarhús.

Erindi nr. 1705004. Innkomnir nýir aðaluppdrættir eftir Bjarna Þór Einarsson, þar sem geymslu, sem myndar kjallara undir hluta hússins, hefur verið bætt við. Ástæða er meðal annars landhalli á lóð.

 

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

3.        Sólbakki, nýtt fjós.

Erindi nr. 1507015. Sólbakki, nýtt fjós.  Áður á dagskrá 288. fundar skipulags- og umhverfisráðs þar sem kallað var eftir greinargerð vegna niðurfellingar á eldvarnarskilum á innlögðum aðaluppdráttum af nýju fjósi á Sólbakka eftir Vigfús Halldórsson, kt. 100760-5849, mótteknum 22. maí 2017. Innkomnir nýir aðaluppdrættir, þann 15. nóvember 2017, þar sem eldvarnarskilin eru skilgreind í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

 

Byggingarfulltrúi samþykkir innlagða aðaluppdrætti.

4.        Hlíðarvegur 6, viðbygging við íþróttahús.

Erindi nr. 1611050.Aðaluppdrættir af viðbyggingu við íþróttahús, Hlíðarvegi 6, eftir Bjarna Þór Einarsson. Um er að ræða uppdrætti sem lagðir voru inn 22. ágúst s.l. og eru nú yfirfarnir formlega. 

 

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

5.        Sveðjustaðir, viðbygging úr gámaeiningum.

Erindi nr. 1710002. Margrét Cassaro, kt. 100572-5169 sækir, f.h. eiganda, Gunnars Péturssonar  kt. 240156-3269, með erindi mótt. 4. október s.l. um leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús mhl. 02 að Sveðjustöðum, lnr. 144159. Um er að ræða Trimo íbúðargáma sem raðað er saman og klæddir að utan með timbri.

                                                                

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

 

Fundi slitið – kl. 16:00

 

_________________________________              _________________________________

Pétur Ragnar Arnarsson                                             Ólafur Jakobsson

Var efnið á síðunni hjálplegt?