19. fundur

19. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn fimmtudaginn 27. júlí 2017 kl. 09:10 Í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnar Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

1.        Bessastaðir, aðstaða í hlöðu.

Erindi nr. 1706001.  Bjarni Þór Einarsson, kt. 310348-2449, sækir fyrir hönd Guðnýjar Helgu og Jóhanns Birgis, eigenda Bessastaða, lnr.144101, um leyfi til að byggja kaffistofu á hlöðulofti og snyrtingu á neðri hæð. Stafnar komi á þak hlöðu til austurs og vesturs.

Innkomnar nýjar aðalteikningar þann 19. júlí 2017.

 

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

2.        Kollsá II, nýtt fjárhús.

Erindi nr. 1610036.Ragnar Pálmason, kt. 210864-5989, sækir með erindi mótteknu 4. júlí sl., um byggingarleyfi fyrir fjárhús að Kollsá 2, lnr. 142205. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af Atla Gunnari Arnórssyni, kt. 120379-4029. Byggingarreitur fyrir fjárhúsin var samþykktur á 276. fundir skipulags- og umhverfisráðs þann 3. nóv. 2016.

 

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

3.        Neðri-Fitjar, reiðskemma.

Erindi nr. 1704007.Gunnar Þorgeirsson kt. 240767-5119 sækir með erindi mótt. 5. apríl 2017 um leyfi til þess að reisa reiðskemmu að Neðri-Fitjum lnr. 144627, samkv. teikningum frá bk hönnun. Áður á dagskrá 17. Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.  Innkomnar nýjar teikningar 26. júlí.

 

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

 

 

 

Fundi slitið – kl. 9:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?