24. fundur

24. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 10. nóvember 2020 kl. 16:15 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður og Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður. Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður boðaði forföll.  

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Benedikt Rafnsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur: 

  1.     Lagning ljósleiðara á Vatnsnesi. 

Lagningu ljósleiðara um Vatnsnes er lokið. Tengir er á loka metrunum í tengivinnu og er henni þegar lokið á Vatnsnesi vestur og lýkur austanmegin á næstu vikum.  Skúli Húnn hefur eftirfylgni með lokun á tengiholum.

    2.     Endurnýjun hitaveitu á Hvammstanga 2020.

Búið er að ljúka hitaveituframkvæmdum sem fyrirhugaðar voru sunnar Hvammsár. Endurnýjun í Fífusundi frestast um eitt ár.  Ljósleiðararör voru lögð í öll hús þar sem hitaveita var endurnýjuð og á næstunni verður ljósleiðari tengdur í þau hús.   

   3.     Önnur mál.

Veituráð býður nýjan veitustjóra, Benedikt Rafnsson, velkominn til starfa.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:57

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?